Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:47 Þinghúsið í Washington. Vísir/AFP Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina. Fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni, sem gilda átti til 16. febrúar næstkomandi, en 60 atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram. Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu því að berast á miðnætti og þá er búist við að þjóðgörðum og minnismerkjum í öllum ríkjum verði lokað.Sjá einnig: Trump stingur af til Flórída á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í nótt. Í yfirlýsingunni er lokunin kölluð „Schumer-greiðslustöðvunin“, í höfuðið á Chuck Schumer leiðtoga Demókrata í öldungadeild þingsins, og Demókratar sakaðir um að velja stjórnmál fram yfir þjóðaröryggi og varnarlaus börn. Donald Trump og Schumer funduðu í gærkvöldi en ekki tókst að miðla málum.Official White House statement on #SchumerShutdown pic.twitter.com/2PiPz2rJ3J— Sarah Sanders (@PressSec) January 20, 2018 Schumer svaraði yfirlýsingunni fullum hálsi á Twitter-reikningi sínum og sagði enginn bera jafnmikla ábyrgð á greiðslustöðvuninni og Donald Trump.This will be called the #TrumpShutdown. There is no one who deserves the blame for the position we find ourselves in more than President Trump. pic.twitter.com/WE3SH9TpRU— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 20, 2018 Þá tjáði Trump sig einnig á Twitter um greiðslustöðvunina og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Hann sagði útlitið svart fyrir Bandaríkjaher og þjóðaröryggi, sérstaklega við hin „hættulegu“ landamæri Bandaríkjanna í suðri. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Bandarísku alríkisstjórninni var síðast lokað árið 2013 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, gegndi embætti og var öll starfsemi í lamasessi í sextán daga. Greiðslustöðvunin, sem tekur gildi í dag, markar eins árs afmæli Trumps í embætti en hann tók formlega við af forvera sínum þann 20. janúar 2017. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina. Fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni, sem gilda átti til 16. febrúar næstkomandi, en 60 atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram. Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu því að berast á miðnætti og þá er búist við að þjóðgörðum og minnismerkjum í öllum ríkjum verði lokað.Sjá einnig: Trump stingur af til Flórída á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í nótt. Í yfirlýsingunni er lokunin kölluð „Schumer-greiðslustöðvunin“, í höfuðið á Chuck Schumer leiðtoga Demókrata í öldungadeild þingsins, og Demókratar sakaðir um að velja stjórnmál fram yfir þjóðaröryggi og varnarlaus börn. Donald Trump og Schumer funduðu í gærkvöldi en ekki tókst að miðla málum.Official White House statement on #SchumerShutdown pic.twitter.com/2PiPz2rJ3J— Sarah Sanders (@PressSec) January 20, 2018 Schumer svaraði yfirlýsingunni fullum hálsi á Twitter-reikningi sínum og sagði enginn bera jafnmikla ábyrgð á greiðslustöðvuninni og Donald Trump.This will be called the #TrumpShutdown. There is no one who deserves the blame for the position we find ourselves in more than President Trump. pic.twitter.com/WE3SH9TpRU— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 20, 2018 Þá tjáði Trump sig einnig á Twitter um greiðslustöðvunina og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Hann sagði útlitið svart fyrir Bandaríkjaher og þjóðaröryggi, sérstaklega við hin „hættulegu“ landamæri Bandaríkjanna í suðri. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Bandarísku alríkisstjórninni var síðast lokað árið 2013 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, gegndi embætti og var öll starfsemi í lamasessi í sextán daga. Greiðslustöðvunin, sem tekur gildi í dag, markar eins árs afmæli Trumps í embætti en hann tók formlega við af forvera sínum þann 20. janúar 2017.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24
Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52