Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2018 21:00 Frá mótmælum í Chicago fyrr í dag. Vísir/AFP Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra. Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta. Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus. Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið árBeautiful weather all over our great country, a perfect day for all Women to March. Get out there now to celebrate the historic milestones and unprecedented economic success and wealth creation that has taken place over the last 12 months. Lowest female unemployment in 18 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.And back at the LA women's march, Viola Davis is now addressing the crowd https://t.co/Kh2niSEh8E— Meg Wagner (@megwagner) January 20, 2018 Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra. Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta. Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus. Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið árBeautiful weather all over our great country, a perfect day for all Women to March. Get out there now to celebrate the historic milestones and unprecedented economic success and wealth creation that has taken place over the last 12 months. Lowest female unemployment in 18 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.And back at the LA women's march, Viola Davis is now addressing the crowd https://t.co/Kh2niSEh8E— Meg Wagner (@megwagner) January 20, 2018
Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira