Er verðmæti fólgið í vinnslu fisks eða erum við bara veiðimenn? Arnar Atlason og Ólafur Stephensen skrifar 23. janúar 2018 10:00 Samkeppnisstaða íslenskrar fiskvinnslu, einkum og sér í lagi fiskvinnslu fyrirtækja án útgerðar, er að mörgu leyti erfið. Súluritin sem fylgja þessari grein sýna í hnotskurn hráefnisvanda vinnslunnar; á árunum 2001 til 2016 fer hlutfall afla sem fer á innlenda fiskmarkaði úr 20% í 15%. Neðri myndin sýnir svo útflutning óunnins afla en eftir viðvarandi samdrátt í útflutningi hans allt til ársins 2012 virðist mikil aukning aftur vera í farvatninu.Hækkanir á launakostnaði Það eru margar ástæður fyrir því að fiskvinnslan á í erfiðri glímu við erlenda samkeppni. Gengissveiflur eru ein þeirra, en við hagstjórnina hefur reynst erfitt að ná tökum á þróun krónunnar. Aðrar stærðir eru viðráðanlegri og þróast með ákvörðunum innlendra aðila. Tökum nokkur dæmi. Tryggingagjaldið var í upphafi aldarinnar 5,23% af greiddum launum. Það fór hæst í 8,65% árið 2010 en stendur nú í 6,85% og hefur ekki verið lækkað til samræmis við hlutfallið sem gilti fyrir hrun, þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnmálamanna.Kjarasamningar undanfarin misseri, hafa jafnframt snúist um greiðslur í lífeyrissjóði og skattfríðindi vegna þeirra. Séreignarsjóðir ýta til að mynda undir aukinn sparnað á sama tíma og þeir draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga. Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð var í upphafi aldarinnar 6% af launum en verður á þessu ári 10,5%. Á sama tíma hefur tekjuskattsbyrði launa við neðri fjórðungsmörk hækkað úr um 20% í 25%, samkvæmt nýrri skýrslu Alþýðusambandsins um þróun skattbyrði. Vinnuveitandinn þarf sem því nemur að greiða fleiri krónur í launaumslagið til að tryggja starfsmönnum sínum sömu ráðstöfunartekjur. Frá árinu 2001 hafa hlutfallstengd gjöld og frádrættir launþega og launagreiðenda hækkað úr liðlega 50% í 65%. Þetta útskýrist betur ef horft er til þess að í upphafi tímans þurfti 2,2 kr. í launakostnað til að koma 1 kr. í vasa starfsmannsins en ef þetta hlutfall hækkar í 67% mun þurfa 3 kr. Tekið skal fram að hér er horft fram hjá persónuafslætti. Síðast en ekki síst hafa verið gerðir kjarasamningar, sem kveða á um 32% hækkun launakostnaðar að meðaltali á tímabilinu nóvember 2013 til ársloka 2018, að teknu tilliti til breytinga á lífeyrisiðgjöldum, á samningstímanum. Þetta eru langtum meiri launahækkanir en fyrirtæki í samkeppnislöndum okkar hafa þurft að bera. Hið opinbera leiddi í raun þessa launaþróun með samningum sínum við opinbera starfsmenn.Samkeppnishindranir innanlands Ofangreindar breytingar eiga við um öll fyrirtæki í landinu. Í tilviki sjálfstæðra fiskvinnslufyrirtækja bætist við skökk samkeppnisstaða á innanlandsmarkaði. Samkeppniseftirlitið gaf árið 2012 út álit, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ýmsar samkeppnishömlur hlytust af lóðréttri samþættingu útgerðar og fiskvinnslu. Vegna hennar hallaði á samkeppnisstöðu fiskvinnslufyrirtækja án útgerðar og útgerðarfyrirtækja án fiskvinnslu. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrsta lagi til að beitt yrði milliverðlagningarreglum í innri viðskiptum samþættra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja til að taka á því að vinnsluhlutinn fær iðulega aflann á mun lægra verði en gildir á fiskmörkuðum. Þetta er ein meginástæða þess að framboð á afla er ónógt á fiskmörkuðum. Jafnframt var lagt til að álagningu hafnargjalda yrði breytt. Í þriðja lagi lagði Samkeppniseftirlitið til að fyrirkomulagi Verðlagsstofu skiptaverðs yrði breytt þannig að útgerðarmenn kæmu ekki beint að ákvörðunum hennar um verð. Loks lagði Samkeppniseftirlitið til að auka heimildir til kvótaframsals og heimila aðilum sem ekki ættu fiskiskip að kaupa, leigja og selja aflaheimildir. Í stuttu máli hafa þeir fimm sjávarútvegsráðherrar, sem síðan hafa setið, ekkert aðhafst til að hrinda tillögum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa ítrekað heitið að beita sér fyrir því að meiri afli fari um fiskmarkaðina, án þess að nokkuð hafi orðið um efndir. Aðrar þjóðir, til að mynda Bretar, leggja upp úr því að fá íslenskan fisk til vinnslu. Þær þúsundir tonna sem þangað fara segja þeir að skapi þúsundir starfa og verðmæti sem eru talin í milljörðum. Hvert erum við komin þegar við erum tilbúin að láta slíkt frá okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Stephensen Sjávarútvegur Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Samkeppnisstaða íslenskrar fiskvinnslu, einkum og sér í lagi fiskvinnslu fyrirtækja án útgerðar, er að mörgu leyti erfið. Súluritin sem fylgja þessari grein sýna í hnotskurn hráefnisvanda vinnslunnar; á árunum 2001 til 2016 fer hlutfall afla sem fer á innlenda fiskmarkaði úr 20% í 15%. Neðri myndin sýnir svo útflutning óunnins afla en eftir viðvarandi samdrátt í útflutningi hans allt til ársins 2012 virðist mikil aukning aftur vera í farvatninu.Hækkanir á launakostnaði Það eru margar ástæður fyrir því að fiskvinnslan á í erfiðri glímu við erlenda samkeppni. Gengissveiflur eru ein þeirra, en við hagstjórnina hefur reynst erfitt að ná tökum á þróun krónunnar. Aðrar stærðir eru viðráðanlegri og þróast með ákvörðunum innlendra aðila. Tökum nokkur dæmi. Tryggingagjaldið var í upphafi aldarinnar 5,23% af greiddum launum. Það fór hæst í 8,65% árið 2010 en stendur nú í 6,85% og hefur ekki verið lækkað til samræmis við hlutfallið sem gilti fyrir hrun, þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnmálamanna.Kjarasamningar undanfarin misseri, hafa jafnframt snúist um greiðslur í lífeyrissjóði og skattfríðindi vegna þeirra. Séreignarsjóðir ýta til að mynda undir aukinn sparnað á sama tíma og þeir draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga. Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð var í upphafi aldarinnar 6% af launum en verður á þessu ári 10,5%. Á sama tíma hefur tekjuskattsbyrði launa við neðri fjórðungsmörk hækkað úr um 20% í 25%, samkvæmt nýrri skýrslu Alþýðusambandsins um þróun skattbyrði. Vinnuveitandinn þarf sem því nemur að greiða fleiri krónur í launaumslagið til að tryggja starfsmönnum sínum sömu ráðstöfunartekjur. Frá árinu 2001 hafa hlutfallstengd gjöld og frádrættir launþega og launagreiðenda hækkað úr liðlega 50% í 65%. Þetta útskýrist betur ef horft er til þess að í upphafi tímans þurfti 2,2 kr. í launakostnað til að koma 1 kr. í vasa starfsmannsins en ef þetta hlutfall hækkar í 67% mun þurfa 3 kr. Tekið skal fram að hér er horft fram hjá persónuafslætti. Síðast en ekki síst hafa verið gerðir kjarasamningar, sem kveða á um 32% hækkun launakostnaðar að meðaltali á tímabilinu nóvember 2013 til ársloka 2018, að teknu tilliti til breytinga á lífeyrisiðgjöldum, á samningstímanum. Þetta eru langtum meiri launahækkanir en fyrirtæki í samkeppnislöndum okkar hafa þurft að bera. Hið opinbera leiddi í raun þessa launaþróun með samningum sínum við opinbera starfsmenn.Samkeppnishindranir innanlands Ofangreindar breytingar eiga við um öll fyrirtæki í landinu. Í tilviki sjálfstæðra fiskvinnslufyrirtækja bætist við skökk samkeppnisstaða á innanlandsmarkaði. Samkeppniseftirlitið gaf árið 2012 út álit, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ýmsar samkeppnishömlur hlytust af lóðréttri samþættingu útgerðar og fiskvinnslu. Vegna hennar hallaði á samkeppnisstöðu fiskvinnslufyrirtækja án útgerðar og útgerðarfyrirtækja án fiskvinnslu. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrsta lagi til að beitt yrði milliverðlagningarreglum í innri viðskiptum samþættra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja til að taka á því að vinnsluhlutinn fær iðulega aflann á mun lægra verði en gildir á fiskmörkuðum. Þetta er ein meginástæða þess að framboð á afla er ónógt á fiskmörkuðum. Jafnframt var lagt til að álagningu hafnargjalda yrði breytt. Í þriðja lagi lagði Samkeppniseftirlitið til að fyrirkomulagi Verðlagsstofu skiptaverðs yrði breytt þannig að útgerðarmenn kæmu ekki beint að ákvörðunum hennar um verð. Loks lagði Samkeppniseftirlitið til að auka heimildir til kvótaframsals og heimila aðilum sem ekki ættu fiskiskip að kaupa, leigja og selja aflaheimildir. Í stuttu máli hafa þeir fimm sjávarútvegsráðherrar, sem síðan hafa setið, ekkert aðhafst til að hrinda tillögum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa ítrekað heitið að beita sér fyrir því að meiri afli fari um fiskmarkaðina, án þess að nokkuð hafi orðið um efndir. Aðrar þjóðir, til að mynda Bretar, leggja upp úr því að fá íslenskan fisk til vinnslu. Þær þúsundir tonna sem þangað fara segja þeir að skapi þúsundir starfa og verðmæti sem eru talin í milljörðum. Hvert erum við komin þegar við erum tilbúin að láta slíkt frá okkur?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun