Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 23:42 Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings yfirgefa þinghúsið eftir atkvæðagreiðsluna í kvöld. Vísir/AFP Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur eftir þriggja daga lokun. Lögin hafa verið send Donald Trump forseta til undirskriftar. Afgerandi meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti frumvarpið fyrr í dag og nú í kvöld ljáðu 266 af 435 þingmönnum fulltrúadeildarinnar því samþykki sitt. Samkvæmt því verður rekstur alríkisstjórnarinnar fjármagnaður til 8. febrúar. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Níu þingmenn demókrata í öldungadeildinni þurftu að samþykkja bráðabirgðalausnina en því höfnuðu þeir til að knýja á um vernd fyrir um 700.000 innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna.Washington Post segir að frjálslyndir stuðningsmenn demókrata og baráttufólk fyrir réttindum innflytjenda sé ævareitt ákvörðun demókrata um að falllast á málamiðlun við repúblikana. Þeir hafi ekki fengið neina fullvissu um samkomulag um örlög skjólstæðinga DACA annað en loforð Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að hann muni láta greiða atkvæði um frumvarp sem tekur á stöðu þeirra. Donald Trump Tengdar fréttir Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur eftir þriggja daga lokun. Lögin hafa verið send Donald Trump forseta til undirskriftar. Afgerandi meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti frumvarpið fyrr í dag og nú í kvöld ljáðu 266 af 435 þingmönnum fulltrúadeildarinnar því samþykki sitt. Samkvæmt því verður rekstur alríkisstjórnarinnar fjármagnaður til 8. febrúar. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Níu þingmenn demókrata í öldungadeildinni þurftu að samþykkja bráðabirgðalausnina en því höfnuðu þeir til að knýja á um vernd fyrir um 700.000 innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna.Washington Post segir að frjálslyndir stuðningsmenn demókrata og baráttufólk fyrir réttindum innflytjenda sé ævareitt ákvörðun demókrata um að falllast á málamiðlun við repúblikana. Þeir hafi ekki fengið neina fullvissu um samkomulag um örlög skjólstæðinga DACA annað en loforð Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að hann muni láta greiða atkvæði um frumvarp sem tekur á stöðu þeirra.
Donald Trump Tengdar fréttir Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00
Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36