Opinberir starfsmenn óttast aðra stöðvun Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2018 12:08 Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Vísir/Getty Opinberir starfsmenn snúa aftur til vinnu í Bandaríkjunum í dag eftir að Repúblikanar og Demókratar komust að samkomulagi í gærkvöldi um að fjármagna alríkisstjórnina tímabundið. Umræddir starfsmenn eru margir hverjir sannfærðir um að þeir muni lenda í sömu stöðu aftur á næstu vikum. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Deilurnar snerust að mestu um DACA-áætlunina svokölluðu sem fjallar um vernd um 700 þúsund innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna. Starfsmenn alríkisstjórnarinnar eru fullvissir um að ekkert samkomulag muni nást og því verði þeir aftur í mikilli óvissu í febrúar. AP fréttaveitan ræddi við nokkra sem allir áttu von á annarri stöðvun.Þá segir J. David Cox, formaður bandalags alríkisstarfsmanna, að ótækt sé að þeir séu notaðir sem bolti í borðtennisleik þingmanna. Hann sagði opinbera starfsmenn orðna langþreytta á því að þingmenn geti ekki samið um fjármögnun ríkisins til langs tíma. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í nótt að Demókratar hefðu fallið saman og gefist upp. Nú væri komið að því að setjast við samningaborðið.Big win for Republicans as Democrats cave on Shutdown. Now I want a big win for everyone, including Republicans, Democrats and DACA, but especially for our Great Military and Border Security. Should be able to get there. See you at the negotiating table! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 23, 2018 Trump var þó að mestu leyti haldið frá viðræðum helgarinnar. Leiðtogar Repúblikana og starfsmenn Trump í Hvíta húsinu tóku þá ákvörðun að halda forsetanum til hliðar og bíða eftir því að Demókratar gæfust upp. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Opinberir starfsmenn snúa aftur til vinnu í Bandaríkjunum í dag eftir að Repúblikanar og Demókratar komust að samkomulagi í gærkvöldi um að fjármagna alríkisstjórnina tímabundið. Umræddir starfsmenn eru margir hverjir sannfærðir um að þeir muni lenda í sömu stöðu aftur á næstu vikum. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Deilurnar snerust að mestu um DACA-áætlunina svokölluðu sem fjallar um vernd um 700 þúsund innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna. Starfsmenn alríkisstjórnarinnar eru fullvissir um að ekkert samkomulag muni nást og því verði þeir aftur í mikilli óvissu í febrúar. AP fréttaveitan ræddi við nokkra sem allir áttu von á annarri stöðvun.Þá segir J. David Cox, formaður bandalags alríkisstarfsmanna, að ótækt sé að þeir séu notaðir sem bolti í borðtennisleik þingmanna. Hann sagði opinbera starfsmenn orðna langþreytta á því að þingmenn geti ekki samið um fjármögnun ríkisins til langs tíma. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í nótt að Demókratar hefðu fallið saman og gefist upp. Nú væri komið að því að setjast við samningaborðið.Big win for Republicans as Democrats cave on Shutdown. Now I want a big win for everyone, including Republicans, Democrats and DACA, but especially for our Great Military and Border Security. Should be able to get there. See you at the negotiating table! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 23, 2018 Trump var þó að mestu leyti haldið frá viðræðum helgarinnar. Leiðtogar Repúblikana og starfsmenn Trump í Hvíta húsinu tóku þá ákvörðun að halda forsetanum til hliðar og bíða eftir því að Demókratar gæfust upp.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira