Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2018 09:00 Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu Skjáskot/Stöð 2 „Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan. Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30