Blaðakonum gert að standa á bakvið karla Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 11:44 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, við Grátmúrinn í gær. Vísir/AFP Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar. Konur voru aðskildar frá karlmönnum við Grátmúrinn i gær og voru þær settar á bakvið karlanna. Þá var starfsmanni Ríkissjónvarps Finnlands gert að fara úr brjóstahaldara sínum við skrifstofur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. Hún neitaði og var því meinað að fjalla um fund Pence og Netanyahu.Samkvæmt frétt Chicago Tribune er þetta ekki í fyrsta sinn sem kvenkyns blaðamanni er skipað að afklæðast af öryggisvörðum Netanyahu. Hið sama kom fyrir blaðakonu Al Jazeera árið 2011.Grátmúrinn er undir stjórn hinna íhaldssömu samtaka Western Wall Heritage Foundation og hefur bænendum lengi verið skipt upp eftir kyni. Hið sama var gert við blaðamenn sem fylgdu Pence.Áðurnefnd samtök sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu sama fyrirkomulag hafa verið á þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti múrinn í fyrra. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin höfnuðu öllum tilraunum til að afvegaleiða frá mikilvægi heimsóknar Pence og eiginkonu hans til Grátmúrsins.Sjá einnig: Klipptu kvenleiðtoga út úr göngunni í París Eins og komið hefur fram hefur þessi háttur lengi verið á við Grátmúrinn. Hins vegar hefur áður verið séð til þess að bæði karlar og konur geti fylgst með múrnum og því sem fer fram þar. Það var ekki gert í gær þar sem karlarnir virtust vera á hærri palli og fyrir framan konurnar. Nokkrar blaðakonur birtu myndir af aðstæðum þeirra á samfélagsmiðlum í gær.When it's a bit hard to do your job / women journalists forced to stand behind the men at the separation fence at the western wall for Mike Pence's visit #PenceInIsrael#PenceFencepic.twitter.com/IsXbJ0jTi5 — Ariane Ménage (@ariane_menage) January 23, 2018Separation at the Western Wall. The women stuck in isolation and can not photograph, work. Women journalists are second-class citizens. The American women photographers are frantically yelling at the representatives of the White House. #PenceFencepic.twitter.com/LFh1AkSROE — Tal Schneider (@talschneider) January 23, 2018 Í umfjöllun Chicago Tribune segir að aðskilnaðurinn hafi þótt umdeildur á undanförnum árum og áköll eftir þriðja rýminu, þar sem bæði konur og karlar geti beðið saman, hafi orðið sífellt háværari. Þá hafi ríkisstjórn Netanyahu ákveðið í fyrra að hlíða þeim áköllum og skipta torginu upp í þrjá hluta. Netanyahu hafi þó hætt við það eftir mikil mótmæli frá íhaldssömum meðlimum ríkisstjórnar hans. Mið-Austurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar. Konur voru aðskildar frá karlmönnum við Grátmúrinn i gær og voru þær settar á bakvið karlanna. Þá var starfsmanni Ríkissjónvarps Finnlands gert að fara úr brjóstahaldara sínum við skrifstofur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. Hún neitaði og var því meinað að fjalla um fund Pence og Netanyahu.Samkvæmt frétt Chicago Tribune er þetta ekki í fyrsta sinn sem kvenkyns blaðamanni er skipað að afklæðast af öryggisvörðum Netanyahu. Hið sama kom fyrir blaðakonu Al Jazeera árið 2011.Grátmúrinn er undir stjórn hinna íhaldssömu samtaka Western Wall Heritage Foundation og hefur bænendum lengi verið skipt upp eftir kyni. Hið sama var gert við blaðamenn sem fylgdu Pence.Áðurnefnd samtök sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu sama fyrirkomulag hafa verið á þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti múrinn í fyrra. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin höfnuðu öllum tilraunum til að afvegaleiða frá mikilvægi heimsóknar Pence og eiginkonu hans til Grátmúrsins.Sjá einnig: Klipptu kvenleiðtoga út úr göngunni í París Eins og komið hefur fram hefur þessi háttur lengi verið á við Grátmúrinn. Hins vegar hefur áður verið séð til þess að bæði karlar og konur geti fylgst með múrnum og því sem fer fram þar. Það var ekki gert í gær þar sem karlarnir virtust vera á hærri palli og fyrir framan konurnar. Nokkrar blaðakonur birtu myndir af aðstæðum þeirra á samfélagsmiðlum í gær.When it's a bit hard to do your job / women journalists forced to stand behind the men at the separation fence at the western wall for Mike Pence's visit #PenceInIsrael#PenceFencepic.twitter.com/IsXbJ0jTi5 — Ariane Ménage (@ariane_menage) January 23, 2018Separation at the Western Wall. The women stuck in isolation and can not photograph, work. Women journalists are second-class citizens. The American women photographers are frantically yelling at the representatives of the White House. #PenceFencepic.twitter.com/LFh1AkSROE — Tal Schneider (@talschneider) January 23, 2018 Í umfjöllun Chicago Tribune segir að aðskilnaðurinn hafi þótt umdeildur á undanförnum árum og áköll eftir þriðja rýminu, þar sem bæði konur og karlar geti beðið saman, hafi orðið sífellt háværari. Þá hafi ríkisstjórn Netanyahu ákveðið í fyrra að hlíða þeim áköllum og skipta torginu upp í þrjá hluta. Netanyahu hafi þó hætt við það eftir mikil mótmæli frá íhaldssömum meðlimum ríkisstjórnar hans.
Mið-Austurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira