Beinfundur bendir til þess að menn hafi yfirgefið Afríku fyrr en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 20:38 Átta tennur voru enn fastar í kjálkabeinið sem fannst í helli í Ísrael. Vísir/AFP Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts. Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts.
Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira