Fótbolti

Jafntefli gegn botnliðinu hjá Alfreð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð í baráttunni.
Alfreð í baráttunni. vísir/getty
Alfreð Finnbogason var aftur kominn á sinn stað í byrjunarlið Augsburg þegar liðið sótti botnlið Köln heim í þýsku Bundesligunni í fótbolta.

Alfreð spilaði allan leikinn, en hann er að koma til baka eftir meiðsli. Landsliðsframherjinn náði þó ekki að setja mark sitt á leikinn með marki, en hann var sjóðheitur áður en hann meiddist.

Milos Jojic kom heimamönnum í Köln yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en Francisco Caiuby jafnaði fyrir Augsburg á 77. mínútu, lokatölur urðu 1-1.

Augsburg er í áttunda sæti deildarinnar með 27 stig, fjórum stigum frá Evrópusæti.

Bayern Munich vann öruggan sigur á Hoffenheim, 5-2, en Robert Lewandowski, Jerome Boateng, Kingsley Coman, Arturo Vidal og Sandro Wagner gerðu mörk Bayern.

Shinji Kagawa og Jeremy Toljan skoruðu mörk Dortmund í 2-2 jafntefli gegn Freiburg, RB Leipzig og Hamburger gerðu 1-1 jafntefli og Schalke vann Stuttgart 0-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×