Japanskur geimfari biðst afsökunar á „gervifréttum‟ um hæð sína Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2018 15:48 Jafnvel geimfarar eins og Kanai geta gerst sekur um einföld mistök eins og að mæla vitlaust. Vísir/AFP Í ljós hefur komið að japanska geimfaranum Norishige Kanai varð á í messunni þegar hann mældi hæð sína í Alþjóðlegu geimstöðinni á dögunum. Hann tísti upphaflega um að hann hefði „hækkað‟ um heila níu sentímetra en á daginn kom að aðeins hefði teygst úr honum um tvo sentímera. Hann hefur beðist afsökunar á „gervifréttunum‟. Töluverða athygli vakti þegar Kanai sagði frá því að hann hefði stækkað svo mikið eftir komuna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir þremur vikum. Hann hefði jafnvel áhyggjur af því að komast ekki í sæti sitt í geimferjunni sem á að flytja hann heim í sumar. Þyngdarleysið í geimstöðinni teygir úr hrygg geimfara þannig að þeir lengjast um tvo til fimm sentímetra. Hækkunin sem Kanai greindi hins vegar frá var óvenjulega mikil. Svo virðist hins vegar sem að Kanai hafi gert mistök þegar hann mældi sig. Í raun teygðist aðeins úr honum um tvo sentímetra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þessi rangmæling virðist hafa orðið að stórmáli svo ég verð að biðjast afsökunar á þessum hræðilegu gervifréttum,‟ tísti Kanai. Hann sagði þó ekki hvernig mistökin hefðu komið til. Hann þarf í það minnsta ekki lengur að hafa áhyggjur af því að passa ekki inn í Soyuz-geimfarið þegar að heimferðinni kemur í júní. Vísindi Tengdar fréttir Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Í ljós hefur komið að japanska geimfaranum Norishige Kanai varð á í messunni þegar hann mældi hæð sína í Alþjóðlegu geimstöðinni á dögunum. Hann tísti upphaflega um að hann hefði „hækkað‟ um heila níu sentímetra en á daginn kom að aðeins hefði teygst úr honum um tvo sentímera. Hann hefur beðist afsökunar á „gervifréttunum‟. Töluverða athygli vakti þegar Kanai sagði frá því að hann hefði stækkað svo mikið eftir komuna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir þremur vikum. Hann hefði jafnvel áhyggjur af því að komast ekki í sæti sitt í geimferjunni sem á að flytja hann heim í sumar. Þyngdarleysið í geimstöðinni teygir úr hrygg geimfara þannig að þeir lengjast um tvo til fimm sentímetra. Hækkunin sem Kanai greindi hins vegar frá var óvenjulega mikil. Svo virðist hins vegar sem að Kanai hafi gert mistök þegar hann mældi sig. Í raun teygðist aðeins úr honum um tvo sentímetra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þessi rangmæling virðist hafa orðið að stórmáli svo ég verð að biðjast afsökunar á þessum hræðilegu gervifréttum,‟ tísti Kanai. Hann sagði þó ekki hvernig mistökin hefðu komið til. Hann þarf í það minnsta ekki lengur að hafa áhyggjur af því að passa ekki inn í Soyuz-geimfarið þegar að heimferðinni kemur í júní.
Vísindi Tengdar fréttir Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44