Vara við afskiptum Rússa í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2018 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/AFP Demókratar var við umfangsmeiri afskiptum yfirvalda Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir segja að þrátt fyrir að nokkrar Evrópuþjóðir hafi gripið til ráðstafana til að vernda heilyndi kosninga hafi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanar ekki gripið til aðgerða og hafi enga áætlun um hvernig þeir geti brugðist við. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Ben Cardin, æðsta Demókratanum í utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins, og án stuðnings frá formanni nefndarinnar sem er Repúblikani. Þar eru tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja og aðrar aðgerðir tíundaðar. Skýrslan snýr að nítján Evrópuríkjum. Þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að bregðast við aðgerðum Rússa því annars muni þeim vaxa ásmegin. Þá er Donald Trump harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi.Skýrsluna, sem er um tvö hundruð blaðsíður, má lesa hér. Hún var unnin upp úr viðtölum starfsmanna Cardin við sendiherra Evrópuríkja, embættismenn, fjölmiðla og aðra. Í skýrslunni er lagt til að myndaður verði starfshópur úr háttsettum starfsmönnum margra öryggisstofnana Bandaríkjanna. Þeirra verk verði að leggja fram mögulegar stefnubreytingar til þingsins. Þar að auki er lagt til að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verði beitt gegn ríkjum sem beiti hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að grafa undan stöðugleika annarra ríkja. Sömuleiðis er lagt til að Bandaríkin og bandamenn þeirra beiti sér gegn spillingu Vladimir Putin, forseta Rússlands, og þeim auði sem hann hafi byggt erlendis. Donald Trump hefur persónulega sýnt lítinn áhuga á því að beita aðgerðum gegn Rússlandi. Þegar hann hitti Putin í Asíu í fyrra sagði Trump: „Hann sagði þá ekki hafa skipt sér af. Ég trúi því svo sannarlega þegar hann segir mér það, að hann meini það.“Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Mike Pompeo, yfirmaður CIA, á dögunum að starfsmenn leyniþjónustunnar væru að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að Rússar eða aðrir andstæðingar Bandaríkjanna hafi afskipti af kosningum framtíðarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Demókratar var við umfangsmeiri afskiptum yfirvalda Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir segja að þrátt fyrir að nokkrar Evrópuþjóðir hafi gripið til ráðstafana til að vernda heilyndi kosninga hafi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanar ekki gripið til aðgerða og hafi enga áætlun um hvernig þeir geti brugðist við. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Ben Cardin, æðsta Demókratanum í utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins, og án stuðnings frá formanni nefndarinnar sem er Repúblikani. Þar eru tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja og aðrar aðgerðir tíundaðar. Skýrslan snýr að nítján Evrópuríkjum. Þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að bregðast við aðgerðum Rússa því annars muni þeim vaxa ásmegin. Þá er Donald Trump harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi.Skýrsluna, sem er um tvö hundruð blaðsíður, má lesa hér. Hún var unnin upp úr viðtölum starfsmanna Cardin við sendiherra Evrópuríkja, embættismenn, fjölmiðla og aðra. Í skýrslunni er lagt til að myndaður verði starfshópur úr háttsettum starfsmönnum margra öryggisstofnana Bandaríkjanna. Þeirra verk verði að leggja fram mögulegar stefnubreytingar til þingsins. Þar að auki er lagt til að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verði beitt gegn ríkjum sem beiti hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að grafa undan stöðugleika annarra ríkja. Sömuleiðis er lagt til að Bandaríkin og bandamenn þeirra beiti sér gegn spillingu Vladimir Putin, forseta Rússlands, og þeim auði sem hann hafi byggt erlendis. Donald Trump hefur persónulega sýnt lítinn áhuga á því að beita aðgerðum gegn Rússlandi. Þegar hann hitti Putin í Asíu í fyrra sagði Trump: „Hann sagði þá ekki hafa skipt sér af. Ég trúi því svo sannarlega þegar hann segir mér það, að hann meini það.“Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Mike Pompeo, yfirmaður CIA, á dögunum að starfsmenn leyniþjónustunnar væru að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að Rússar eða aðrir andstæðingar Bandaríkjanna hafi afskipti af kosningum framtíðarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira