New York stefnir olíufyrirtækjum vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 11:13 Hækkandi yfirborð sjávar ógnar New York og öðrum strandborgum. Yfirvöld þar hafa nú stefnt olíufyrirtækjum vegna ábyrgðar þeirra á hnattrænni hlýnun. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara
Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira