Ekki með regluverk til að stöðva ráðningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. janúar 2018 19:00 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í Króatíu í dag. Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur. MeToo Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur.
MeToo Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira