Lofa umbótum á sjöunda degi mótmæla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Mótmælin hafa verið langvarandi og einkar harðskeytt. Nordicphotos/AFP Tugir þúsunda Túnisa hafa mótmælt undanfarna viku og krafist þess að ríkisstjórn forsetans Beji Caid Essebsi láti af niðurskurðarstefnu sinni. Mótmælin héldu áfram í gær, jafnvel eftir að ríkisstjórnin tilkynnti, eftir tveggja tíma krísufund í forsetahöllinni, um aðgerðir, meðal annars í heilbrigðis- og húsnæðismálum. Til að mynda lofaði ríkisstjórnin andvirði 7,2 milljarða króna innspýtingu í velferðarkerfið. „Þetta mun hjálpa 250.000 fjölskyldum. Þessar aðgerðir munu gagnast lág- og millistéttarfólki,“ sagði velferðarráðherrann Mohammed Trabelsi eftir fundinn.Beji Caid Essebsi, forseti Túnis.Nordicphotos/AFPEssebsi forseti heimsótti hið fátæka Ettdhamon-hverfi Túnisborgar í gær til þess að opna félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Í stuttri ræðu sinni lofaði hann að beita sér fyrir því að störf myndu skapast fyrir ungmenni. „Við finnum til með ykkur og fjölskyldunum ykkar. En verið hófsöm, við erum ekki rík þjóð.“ Essebsi hefur rétt fyrir sér varðandi fjárhag ríkisins. Þegar arabíska vorið hófst, fyrir sjö árum, var efnahagsástandið á meðal þess sem almenningur var ósáttur við. Atvinnuleysi var mikið og spilling grasseraði. Nú telja mótmælendur að sömu vandamál hrjái ríkið enn. Hryðjuverkaárásir á ferðamannastaði hafi þar að auki gert ástandið verra þar sem þær hafa dregið úr heimsóknum ferðamanna. Í desember síðastliðnum sagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn túnisku ríkisstjórninni að nauðsynlegt og áríðandi væri að laga halla ríkissjóðs. Sjóðurinn veitti Túnisum þriggja milljarða dala lán fyrir rúmum tveimur árum. Mótmælaaldan í Túnis reis 7. janúar síðastliðinn eftir að ríkisstjórnin hækkaði skatta. Hefur verið mótmælt á að minnsta kosti tíu svæðum í ríkinu og hefur lögregla handtekið að minnsta kosti 800 mótmælendur en 97 lögreglumenn hafa særst í átökunum. Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Tugir þúsunda Túnisa hafa mótmælt undanfarna viku og krafist þess að ríkisstjórn forsetans Beji Caid Essebsi láti af niðurskurðarstefnu sinni. Mótmælin héldu áfram í gær, jafnvel eftir að ríkisstjórnin tilkynnti, eftir tveggja tíma krísufund í forsetahöllinni, um aðgerðir, meðal annars í heilbrigðis- og húsnæðismálum. Til að mynda lofaði ríkisstjórnin andvirði 7,2 milljarða króna innspýtingu í velferðarkerfið. „Þetta mun hjálpa 250.000 fjölskyldum. Þessar aðgerðir munu gagnast lág- og millistéttarfólki,“ sagði velferðarráðherrann Mohammed Trabelsi eftir fundinn.Beji Caid Essebsi, forseti Túnis.Nordicphotos/AFPEssebsi forseti heimsótti hið fátæka Ettdhamon-hverfi Túnisborgar í gær til þess að opna félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Í stuttri ræðu sinni lofaði hann að beita sér fyrir því að störf myndu skapast fyrir ungmenni. „Við finnum til með ykkur og fjölskyldunum ykkar. En verið hófsöm, við erum ekki rík þjóð.“ Essebsi hefur rétt fyrir sér varðandi fjárhag ríkisins. Þegar arabíska vorið hófst, fyrir sjö árum, var efnahagsástandið á meðal þess sem almenningur var ósáttur við. Atvinnuleysi var mikið og spilling grasseraði. Nú telja mótmælendur að sömu vandamál hrjái ríkið enn. Hryðjuverkaárásir á ferðamannastaði hafi þar að auki gert ástandið verra þar sem þær hafa dregið úr heimsóknum ferðamanna. Í desember síðastliðnum sagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn túnisku ríkisstjórninni að nauðsynlegt og áríðandi væri að laga halla ríkissjóðs. Sjóðurinn veitti Túnisum þriggja milljarða dala lán fyrir rúmum tveimur árum. Mótmælaaldan í Túnis reis 7. janúar síðastliðinn eftir að ríkisstjórnin hækkaði skatta. Hefur verið mótmælt á að minnsta kosti tíu svæðum í ríkinu og hefur lögregla handtekið að minnsta kosti 800 mótmælendur en 97 lögreglumenn hafa særst í átökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira