Leik lokið: Króatía - Svíþjóð 31-35 | Svíar sendu strákana okkar heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2018 21:00 Svíar mega ekki fagna í kvöld. Vísir/EPA Allt fór á versta veg fyrir strákana okkar í íslenska landsliðinu sem er úr leik á Evrópumótinu í handbolta sem nú fer fram í Króatíu. Það varð ljóst eftir sigur Svía á gestgjöfunum í kvöld, 35-31. Ísland mátti tapa með mest þriggja marka mun fyrir Serbíu fyrr í kvöld og það var það sem gerðist. Serbar unnu sigur, 29-26, eftir að Íslendingar voru með mest fjögurra marka forystu í síðari hálfleik. En tapið þýddi að Íslendingar þurftu að stóla á króatískan sigur gegn Svíum í kvöld. Væntingar til þess voru fyllilegar raunhæfar enda Króatar með eitt besta lið heims og á heimavelli þar að auki. En Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, spiluðu stórkostlega í kvöld og sáu heimamenn aldrei til sólar. Svíar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og náðu snemma myndarlegri forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 17-12, þeim gulklæddu í vil og héldu þeir heimamönnum í skefjum í síðari hálfleik. Króatar komust í raun aldrei nálægt því að ógna sigri Svía. Svíar vinna því riðilinn og fara áfram með fjögur stig. Króatar fara áfram með tvö og Serbar komast áfram, en án stiga. Ísland situr eftir með sárt ennið. Staðreyndin er sú að frábær sigur á Svíum í fyrsta leik keppninnar skilaði okkar mönnum engu þegar uppi var staðið. Ellefu leikmenn Svía komust á blað í leiknum í kvöld en markahæstir voru Simon Jeppson, Albin Lagergren og Jesper Nielsen með fimm mörk hver. Ivan Cupic var markahæstur Króata með sjö mörk. Markvarsla Króata var hörmuleg í leiknum en samanlagt vörðu markverðir heimamanna sex skot. Hlutfallsmarkvarsla þeirra var fimmtán prósent. Hún var ögn skárri hjá sænsku markvörðunum - átta varin skot og 21 prósent hlutfallsmarkvarsla. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðjón Valur bestur Vísir gefur leikmönnum og þjálfara einkunn fyrir frammistöðu sína á EM í Króatíu. 16. janúar 2018 19:52 Myndasyrpa: Súrt tap gegn Serbum Strákarnir okkar máttu þola erfitt tap gegn Serbíu á EM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2018 20:23 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Tölfræði HB Statz: Sóknarleikurinn varð Íslandi að falli HB Statz greinir frammistöðu Íslands í tapinu gegn Serbíu á EM í kvöld. 16. janúar 2018 20:11
Allt fór á versta veg fyrir strákana okkar í íslenska landsliðinu sem er úr leik á Evrópumótinu í handbolta sem nú fer fram í Króatíu. Það varð ljóst eftir sigur Svía á gestgjöfunum í kvöld, 35-31. Ísland mátti tapa með mest þriggja marka mun fyrir Serbíu fyrr í kvöld og það var það sem gerðist. Serbar unnu sigur, 29-26, eftir að Íslendingar voru með mest fjögurra marka forystu í síðari hálfleik. En tapið þýddi að Íslendingar þurftu að stóla á króatískan sigur gegn Svíum í kvöld. Væntingar til þess voru fyllilegar raunhæfar enda Króatar með eitt besta lið heims og á heimavelli þar að auki. En Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, spiluðu stórkostlega í kvöld og sáu heimamenn aldrei til sólar. Svíar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og náðu snemma myndarlegri forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 17-12, þeim gulklæddu í vil og héldu þeir heimamönnum í skefjum í síðari hálfleik. Króatar komust í raun aldrei nálægt því að ógna sigri Svía. Svíar vinna því riðilinn og fara áfram með fjögur stig. Króatar fara áfram með tvö og Serbar komast áfram, en án stiga. Ísland situr eftir með sárt ennið. Staðreyndin er sú að frábær sigur á Svíum í fyrsta leik keppninnar skilaði okkar mönnum engu þegar uppi var staðið. Ellefu leikmenn Svía komust á blað í leiknum í kvöld en markahæstir voru Simon Jeppson, Albin Lagergren og Jesper Nielsen með fimm mörk hver. Ivan Cupic var markahæstur Króata með sjö mörk. Markvarsla Króata var hörmuleg í leiknum en samanlagt vörðu markverðir heimamanna sex skot. Hlutfallsmarkvarsla þeirra var fimmtán prósent. Hún var ögn skárri hjá sænsku markvörðunum - átta varin skot og 21 prósent hlutfallsmarkvarsla.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðjón Valur bestur Vísir gefur leikmönnum og þjálfara einkunn fyrir frammistöðu sína á EM í Króatíu. 16. janúar 2018 19:52 Myndasyrpa: Súrt tap gegn Serbum Strákarnir okkar máttu þola erfitt tap gegn Serbíu á EM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2018 20:23 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Tölfræði HB Statz: Sóknarleikurinn varð Íslandi að falli HB Statz greinir frammistöðu Íslands í tapinu gegn Serbíu á EM í kvöld. 16. janúar 2018 20:11
Einkunnir Íslands: Guðjón Valur bestur Vísir gefur leikmönnum og þjálfara einkunn fyrir frammistöðu sína á EM í Króatíu. 16. janúar 2018 19:52
Myndasyrpa: Súrt tap gegn Serbum Strákarnir okkar máttu þola erfitt tap gegn Serbíu á EM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2018 20:23
Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15
Tölfræði HB Statz: Sóknarleikurinn varð Íslandi að falli HB Statz greinir frammistöðu Íslands í tapinu gegn Serbíu á EM í kvöld. 16. janúar 2018 20:11
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti