„Geimhiti“ gæti teflt lengri geimferðum í tvísýnu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 15:00 Þýski geimfarinn Alexander Gerst með nema á enninu sem var notuð til að fylgjast með líkamshita geimfara Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. NASA Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans. Vísindi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans.
Vísindi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira