Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2018 06:45 Það hefur ekki blásið byrlega fyrir flugfélagið að undanförnu. vísir/hörður Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. Boðað var til fundar í gær, vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi, en sömu sögu var að segja. Enginn fulltrúi frá Primera mætti á fundinn. Hefur því verið boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir skrifstofustjóra ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins sé fordæmalaust. „Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir í samtali við blaðið.Sjá einnig: Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarkiÞar er jafnframt rætt við deildarstjóra lögfræðideildar Alþýðusambandsins, en ASÍ kemur fram fyrir hönd flugfreyjufélagsins. Bendir hann á að ríkissáttasemjari hafi „ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu,“ þó svo að félaginu sé skylt samkvæmt lögum að mæta. Því sé öðruvísi farið í sumum grannríkjum okkar þar sem sáttasemjari getur gefið út eitthvað í líkingu við handtökuskipun. Deildarstjórinn segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að Primera Air hafi lengi litið svo að flugfélaginu bæri „bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða,“ þrátt fyrir að lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda. Félagsdómur dæmdi verkfall flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 frá því í maí á síðasta ári um baráttu flugliða við Primera Air. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. Boðað var til fundar í gær, vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi, en sömu sögu var að segja. Enginn fulltrúi frá Primera mætti á fundinn. Hefur því verið boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir skrifstofustjóra ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins sé fordæmalaust. „Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir í samtali við blaðið.Sjá einnig: Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarkiÞar er jafnframt rætt við deildarstjóra lögfræðideildar Alþýðusambandsins, en ASÍ kemur fram fyrir hönd flugfreyjufélagsins. Bendir hann á að ríkissáttasemjari hafi „ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu,“ þó svo að félaginu sé skylt samkvæmt lögum að mæta. Því sé öðruvísi farið í sumum grannríkjum okkar þar sem sáttasemjari getur gefið út eitthvað í líkingu við handtökuskipun. Deildarstjórinn segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að Primera Air hafi lengi litið svo að flugfélaginu bæri „bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða,“ þrátt fyrir að lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda. Félagsdómur dæmdi verkfall flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 frá því í maí á síðasta ári um baráttu flugliða við Primera Air.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30