Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2017 18:52 Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ. Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.
Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56