Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Fjölmenni sótti messu Frans páfa í Iquique í Chile í gær. Nordicphotos/AFP Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira