Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 09:24 Ekki verða lengur fjárheimildir fyrir ríkisrekstri ef bráðabirgðalausn verður ekki samþykkt í dag. Á meðan undirbýr Trump að fagna á Flórída. Vísir/AFP Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56