Lífið

Rosaleg lending í óveðrinu sem gekk yfir Evrópu vekur athygli netverja

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugmaðurinn lenti vélinni örugglega.
Flugmaðurinn lenti vélinni örugglega.
Flugmaður Dash8 Q400 flugvélar komst í hann krappann í óveðrinu sem gekk yfir Evrópu í vikunni. Hann var á leiðinn á flugvöll í Düsseldorf í Þýskalandi í gær þegar vindhraði náði um 30 metrum á sekúndu. 

Myndband af aðfluginu hefur vakið mikla athygli þar sem sjá má hvað hliðarvindurinn tekur mikið á vélina.

Flugmenn eru þó vel þjálfaðir og þekkja vel til þess hvernig á að lenda í hliðarvindi líkt og sjá má í þessu myndbandi sem var deilt af samskonar lendingu á flugvelli í Düsseldorf árið 2012. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×