Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 14:11 Frá samstöðufundi í Íran í dag. Vísir/AFP Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“. Mið-Austurlönd Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira