Costco hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2018 14:14 Mikil röð var fyrstu dagana fyrir utan verslun Costco í Kauptúni. Vísir/eyþór Forsvarsmenn bandaríska verslunarrisans Costco hafa áhyggjur að því að loftslagsbreytingar geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins, bæði vegna þeirra breytinga sem þær geta haft í för með sér sem og vegna hugsanlegra aðgerða yfirvalda til að stemma í stigu við slíkar breytingar. Þetta kemur fram í árskýrslu Costco fyrir árið 2017 þar sem áhættuþættir í rekstri verslunarrisans eru taldir upp. Þar segir að ýmsir þættir í tengslum við loftslagsbreytingar geti haft slæm áhrif á rekstur versluna Costco. Talin eru upp nokkur dæmi um neikvæð áhrif lofstslagsbreytinga, meðal annars það að gas, díselolíu, bensín og rafmagn spili stóran þátt í dreifingu á vörum og rekstri verslana fyrirtækisins. Mögulegt sé að yfirvöld í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum þar sem Costco rekur verslanir geti gripið til aðgerða til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta geti þýtt að kostnaður Costco við að fara eftir lögum og reglum, svokallaður hlýðnikostnaður, geti aukist sem og að slíkar aðgerðir yfirvalda geti aukið orkukostnað fyrirtækisins. Gangi þetta eftir geti það haft neikvæð áhrif á arðsemi Costco. Þá segir einnig að eftirspurn eftir olíu og bensíni, sem fyrirtækið selur í miklu magni, geti dregist saman vegna aðgerða yfirvalda í tengslum við loftslagsbreytingar. Telja forsvarsmenn Costco einnig að loftslagsbreytingar geti haft áhrif á getu fyrirtækisins til þess að útvega viðskiptavinum vörutegundir í því magni og á því verði sem fyrirtækið er vant. Þá hefur fyrirtækið einnig áhyggjur af veðurfarslegum breytingum í tengslum við loftslagsbreytingar og eru kraftmeiri fellibyljir, skýstrókar og hækkandi sjávarmál nefnd sem dæmi um þá ógn sem Costco gæti þurft að standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Costco opnaði sem kunnugt er verslun hér á landi á síðasta ári. Alls rekur fyrirtækið 741 verslun víðs vegar um heiminn, flestar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið stefnir á að opna fimm nýjar verslanir á árinu sem er nýhafið, fjórar í Bandaríkjunum og eina í Kanada. Costco Loftslagsmál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska verslunarrisans Costco hafa áhyggjur að því að loftslagsbreytingar geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins, bæði vegna þeirra breytinga sem þær geta haft í för með sér sem og vegna hugsanlegra aðgerða yfirvalda til að stemma í stigu við slíkar breytingar. Þetta kemur fram í árskýrslu Costco fyrir árið 2017 þar sem áhættuþættir í rekstri verslunarrisans eru taldir upp. Þar segir að ýmsir þættir í tengslum við loftslagsbreytingar geti haft slæm áhrif á rekstur versluna Costco. Talin eru upp nokkur dæmi um neikvæð áhrif lofstslagsbreytinga, meðal annars það að gas, díselolíu, bensín og rafmagn spili stóran þátt í dreifingu á vörum og rekstri verslana fyrirtækisins. Mögulegt sé að yfirvöld í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum þar sem Costco rekur verslanir geti gripið til aðgerða til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta geti þýtt að kostnaður Costco við að fara eftir lögum og reglum, svokallaður hlýðnikostnaður, geti aukist sem og að slíkar aðgerðir yfirvalda geti aukið orkukostnað fyrirtækisins. Gangi þetta eftir geti það haft neikvæð áhrif á arðsemi Costco. Þá segir einnig að eftirspurn eftir olíu og bensíni, sem fyrirtækið selur í miklu magni, geti dregist saman vegna aðgerða yfirvalda í tengslum við loftslagsbreytingar. Telja forsvarsmenn Costco einnig að loftslagsbreytingar geti haft áhrif á getu fyrirtækisins til þess að útvega viðskiptavinum vörutegundir í því magni og á því verði sem fyrirtækið er vant. Þá hefur fyrirtækið einnig áhyggjur af veðurfarslegum breytingum í tengslum við loftslagsbreytingar og eru kraftmeiri fellibyljir, skýstrókar og hækkandi sjávarmál nefnd sem dæmi um þá ógn sem Costco gæti þurft að standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Costco opnaði sem kunnugt er verslun hér á landi á síðasta ári. Alls rekur fyrirtækið 741 verslun víðs vegar um heiminn, flestar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið stefnir á að opna fimm nýjar verslanir á árinu sem er nýhafið, fjórar í Bandaríkjunum og eina í Kanada.
Costco Loftslagsmál Tengdar fréttir Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. 12. október 2017 20:58
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00
Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent