Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina Stefán Benediktsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Benediktsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun