Fótbolti

Myndbandsdómarar hugsanlega á HM og í enska boltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá dómara á Ítalíu nýta sér myndbandstæknina.
Hér má sjá dómara á Ítalíu nýta sér myndbandstæknina. vísir/getty
Það kemur enn til greina að nota myndbandsdómara á HM í sumar og enska knattspyrnusambandið ætlar að prófa að nýta sér tæknina mjög fljótlega.

Það verður haldinn fundur í Sviss þann 22. janúar þar sem ákvörðun verður tekin um málið. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur áður lýst því yfir að hann vilji fá myndbandsdómara á HM.

Á þeim fundi ætlar enska knattspyrnusambandið einnig að taka ákvörðun um myndbandsdómara í enska boltanum. Prufa verður gerð í bikarleik Brighton og Crystal Palace með myndbandsdómara.

Skiptar skoðanir eru um hversu vel hefur til tekist að nýta tæknina á þeim stöðum þar sem menn eru þegar byrjaðir að horfa á umdeild atvik á myndböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×