Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2018 22:30 Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“ Neytendur Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“
Neytendur Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira