Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:45 Það verður að teljast ólíklegt að Trump sofi í jakkafötum og með bindi þó það komi reyndar ekkert fram um náttfatastíl hans í kaflabrotinu. Hér er hann á fundi með öldungadeildarþingmönnum í Hvíta húsinu í dag. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52