Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:45 Það verður að teljast ólíklegt að Trump sofi í jakkafötum og með bindi þó það komi reyndar ekkert fram um náttfatastíl hans í kaflabrotinu. Hér er hann á fundi með öldungadeildarþingmönnum í Hvíta húsinu í dag. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52