Erlent

„Heimurinn fylgist með“

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælendur kenna Hassan Rouhani, forseta Íran, um slæmt ástand efnahagsins þar í landi.
Mótmælendur kenna Hassan Rouhani, forseta Íran, um slæmt ástand efnahagsins þar í landi. Vísir/AFP
Bandaríkin hafa varað Íran við því að „heimurinn fylgist með“ viðbrögðum þeirra við umfangsmiklum mótmælum gegn stjórnvöldum þar í landi. Þúsundir hafa komið saman í nokkrum borgum Íran og hafa stjórnvöld kallað eftir því að stuðningsmenn þeirra gangi til stuðnings stjórnvalda í dag.

Mótmælin hófust á fimmtudaginn í borginni Mashhad þar sem fólk mótmælti háu verðlagi og forseta Íran, Hassan Rouhani. Mótmælin dreifðust fljótt í gær til um tólf borga.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti frá sér yfirlýsingu um mótmælin í nótt. Þar sagði hann íbúa Íran orðna þreytta á spillingu stjórnvalda og að fjármunum ríkisins væri varið í að styðja við hryðjuverkasamtök á erlendum vettvangi.

Þá sagði hann að stjórnvöld Íran ættu að virða réttindi borgara sinna og að heimurinn væri að fylgjast með Íran. Bandaríkin fordæmdu einnig að 52 mótmælendur hefðu verið handteknir í Mashhad.

BBC segir mótmælendur hafa kallað slagorð gegn stjórnvöldum Íran og jafnvel gegn inngripum Írana í öðrum ríkjum. Þá var klerkastjórn Íran einnig mótmælt.



Nú í dag koma margir saman í til að styðja stjórnvöld Íran í árlegum samkomum vegna óaldarinnar sem skók Íran árið 2009. Ríkissjónvarp Íran segir að fjöldafundir séu skipulagðir í um 1.200 borgum og bæjum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×