Systur sameinaðar eftir þrjú ár í haldi ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 16:26 Fjölmargir Jasídar búa enn í tjöldum við rætur Sinjar fjalls. Vísir/AFP Þrjár systur sem tilheyra minnihlutahóp Jasída hafa verið sameinaðar eftir að hafa verið í haldi vígamanna Íslamska ríkisins í rúm þrjú ár. Þær Rosa, sem er fjórtán ára gömul, Bushra, tólf ára, og Suhayla, sjö ára, voru sameinaðar nú á sunnudaginn og búa með fimm eldri bræðrum sínum á yfirráðasvæði Kúrda í Írak. Bróðir þeirra, Zinal, er enn týndur. Hann er níu ára gamall og var í fyrstu í haldi með þeim í borginni Tal Afar en var fluttur til Mosul ásamt öðrum ungum drengjum. Ekkert hefur heyrst til hans síðan. Systurnar voru einnig aðskildar en þegar Rosa spurði eitt sinn hvar systur hennar væru var henni sagt að þær hefðu verið myrtar fyrir að haga sér illa.Foreldrar þeirra myrtir Þeim var rænt þegar ISIS-liðar frömdu ýmis ódæði gegn Jasídum í kringum Sinjar fjall sumarið 2014. Vígamennirnir skutu, afhöfðuðu, brenndu lifandi eða rændu rúmlega níu þúsund meðlimum Jasída . Sameinuðu þjóðirnar segja að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Foreldrar stúlknanna voru meðal þeirra sem voru myrt.Samkvæmt frétt Reuters telja leiðtogar Jasída að rúmlega þrjú þúsund manns sé enn saknað.Þær segja að þær hafi verið seldar til vígamanns sem bjó í Tal Afar. Þar hafi þær sinnt heimilisstörfum og Rosa hugsaði um systkini sín og önnur ungur börn sem voru einnig í þrældómi á heimilinu. Eftir að þau höfðu verið saman í eitt ár var Zinal fluttur til Mosul og Suhayla og Bushra voru seldar til annarra fjölskyldna. Systurnar bjuggu nálægt hvorri annarri en fengu þrátt fyrir það aldrei að hittast. Þrátt fyrir það tókst Bushra nokkrum sinnum að laumast til Rosu. Bushra var svo seld aftur en flúði með sex öðrum stúlkum fyrir um ári síðan. Írakskir Kúrdar fundu þær nærri Sinjar og hjálpuðu þeim að finna fjölskyldur sínar.Bjó í flóttamannabúðum í Tyrklandi Suhayla var flutt til Tyrklands af þrælahöldurum sínum þar sem þau bjuggu í flóttamannabúðum. Að endingu komust yfirvöld að því hver hún vær og var hún flutt til Írak. Rosa var flutt til Deir Ezzor í Sýrlandi þar sem hún var seld tvisvar sinnum til viðbótar. Fyrst fyrir fjóra dali og svo fyrir 60 dali. „Þessir hundar högnuðust verulega á mér,“ segir Rosa við blaðamenn Reuters. Meðlimir Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi fundu Rosu og komu henni til Írak. Systurnar voru barðar af þrælahöldurum sínum og nöfnum þeirra var breytt. Suhayla var einungis þriggja ára gömul þegar hún var handsömuð og átti hún erfitt með að muna eftir systkinum sínum þegar þau voru sameinuð á ný. „Hún þarf að læra að muna eftir okkur á ný. Hún vandist því að kalla ókunnugt fólk mömmu og afa á meðan hún var í haldi,“ segir Rosa. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 „Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Þrjár systur sem tilheyra minnihlutahóp Jasída hafa verið sameinaðar eftir að hafa verið í haldi vígamanna Íslamska ríkisins í rúm þrjú ár. Þær Rosa, sem er fjórtán ára gömul, Bushra, tólf ára, og Suhayla, sjö ára, voru sameinaðar nú á sunnudaginn og búa með fimm eldri bræðrum sínum á yfirráðasvæði Kúrda í Írak. Bróðir þeirra, Zinal, er enn týndur. Hann er níu ára gamall og var í fyrstu í haldi með þeim í borginni Tal Afar en var fluttur til Mosul ásamt öðrum ungum drengjum. Ekkert hefur heyrst til hans síðan. Systurnar voru einnig aðskildar en þegar Rosa spurði eitt sinn hvar systur hennar væru var henni sagt að þær hefðu verið myrtar fyrir að haga sér illa.Foreldrar þeirra myrtir Þeim var rænt þegar ISIS-liðar frömdu ýmis ódæði gegn Jasídum í kringum Sinjar fjall sumarið 2014. Vígamennirnir skutu, afhöfðuðu, brenndu lifandi eða rændu rúmlega níu þúsund meðlimum Jasída . Sameinuðu þjóðirnar segja að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Foreldrar stúlknanna voru meðal þeirra sem voru myrt.Samkvæmt frétt Reuters telja leiðtogar Jasída að rúmlega þrjú þúsund manns sé enn saknað.Þær segja að þær hafi verið seldar til vígamanns sem bjó í Tal Afar. Þar hafi þær sinnt heimilisstörfum og Rosa hugsaði um systkini sín og önnur ungur börn sem voru einnig í þrældómi á heimilinu. Eftir að þau höfðu verið saman í eitt ár var Zinal fluttur til Mosul og Suhayla og Bushra voru seldar til annarra fjölskyldna. Systurnar bjuggu nálægt hvorri annarri en fengu þrátt fyrir það aldrei að hittast. Þrátt fyrir það tókst Bushra nokkrum sinnum að laumast til Rosu. Bushra var svo seld aftur en flúði með sex öðrum stúlkum fyrir um ári síðan. Írakskir Kúrdar fundu þær nærri Sinjar og hjálpuðu þeim að finna fjölskyldur sínar.Bjó í flóttamannabúðum í Tyrklandi Suhayla var flutt til Tyrklands af þrælahöldurum sínum þar sem þau bjuggu í flóttamannabúðum. Að endingu komust yfirvöld að því hver hún vær og var hún flutt til Írak. Rosa var flutt til Deir Ezzor í Sýrlandi þar sem hún var seld tvisvar sinnum til viðbótar. Fyrst fyrir fjóra dali og svo fyrir 60 dali. „Þessir hundar högnuðust verulega á mér,“ segir Rosa við blaðamenn Reuters. Meðlimir Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi fundu Rosu og komu henni til Írak. Systurnar voru barðar af þrælahöldurum sínum og nöfnum þeirra var breytt. Suhayla var einungis þriggja ára gömul þegar hún var handsömuð og átti hún erfitt með að muna eftir systkinum sínum þegar þau voru sameinuð á ný. „Hún þarf að læra að muna eftir okkur á ný. Hún vandist því að kalla ókunnugt fólk mömmu og afa á meðan hún var í haldi,“ segir Rosa.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 „Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00
„Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00
Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16
Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58