Svipaðir þættir en aðeins annar fékk endurgreiðslu: „Klórum okkur bara í hausnum“ Benedikt Bóas skrifar 22. desember 2017 11:30 Friðrik Dór kynnti Kóra Íslands sem slógu í gegn hjá Stöð 2 en fá ekki endurgreiðslu sökum skorts á menningu. Sagafilm, framleiðandi þáttanna, er ekki sátt og er að skoða málið með lögfræðingum sínum. Vísir/Daníel Þór Ágústsson Endurgreiðslan á að vera hvati og ekki síst fyrir hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar að bjóða upp á menningarlegt sjónvarpsefni. Ég get ímyndað mér að þessar stöðvar hiki núna við að fara í framleiðslu á slíku efni án þessa stuðnings. Það er a.m.k. ljóst að líkurnar á að fara í aðra þáttaröð af Kórar Íslands eru nánast engar eftir þennan úrskurð,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga Film. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í kæru Sagafilm um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Sagafilm framleiddi þáttaröðina Kóra Íslands sem sýnd var á Stöð 2 en þættirnir féllu á menningarhlutanum og fá því ekki endurgreiðslu. Í úrskurðinum er staðfest að Kórar Íslands séu ekki nógu menningarlegt efni til að fá endurgreiðsluna. Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur segir meðal annars að í þáttunum sé ekki að sjá neina atburði sem séu hluti af íslenskri menningu. Ráðuneytið sér heldur ekki hvernig verkefnið endurspegli mikilvæg íslensk gildi, það sé engin sögupersóna í þeim og að það sé ljóst að listgreinin þurfi að hafa menningarlegt vægi.Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis.Vísir/ErnirSams konar þáttur og Kórar Íslands, Óskalög Þjóðarinnar, sem sýndur var á RÚV fékk endurgreiðsluna á sínum tíma. Þátturinn var feykilega vinsæll og var byggður upp nánast með sama hætti. Lagahöfundurinn var kynntur, lagið var flutt í sjónvarpssal og þjóðin kaus svo að lokum. Þegar Óskalög þjóðarinnar sótti um styrk árið 2015 rann þátturinn í gegnum nálarauga nefndarinnar. Sagafilm er þessa stundina að fara yfir lögfræðilegu hliðina með lögfræðingi sínum og ætlar ekki að una úrskurði ráðuneytisins. „Við klórum okkur bara í hausnum yfir því hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að menningarlegt gildi þáttanna nái aðeins þremur stigum af þeim 16 sem eru í pottinum,“ segir Þórhallur og bætir við: „Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við sambærilegar þáttaraðir, s.s. Óskalög þjóðarinnar. Uppbygging þessara þáttaraða er afar svipuð; dægur- og sönglög flutt í sjónvarpssal og klippt innslög inn á milli. Áhorfendur velja sitt uppáhaldslag og eitt lag stendur uppi sem sigurvegari. Helsti munurinn virðist vera sá að Óskalögin voru tekin upp fyrir útsendingu en Kórarnir voru í beinni útsendingu. En þar sem í lögunum er ekki tekin nein afstaða til beinna útsendinga skýrir það samt ekki neitt.“ Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Endurgreiðslan á að vera hvati og ekki síst fyrir hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar að bjóða upp á menningarlegt sjónvarpsefni. Ég get ímyndað mér að þessar stöðvar hiki núna við að fara í framleiðslu á slíku efni án þessa stuðnings. Það er a.m.k. ljóst að líkurnar á að fara í aðra þáttaröð af Kórar Íslands eru nánast engar eftir þennan úrskurð,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga Film. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í kæru Sagafilm um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Sagafilm framleiddi þáttaröðina Kóra Íslands sem sýnd var á Stöð 2 en þættirnir féllu á menningarhlutanum og fá því ekki endurgreiðslu. Í úrskurðinum er staðfest að Kórar Íslands séu ekki nógu menningarlegt efni til að fá endurgreiðsluna. Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur segir meðal annars að í þáttunum sé ekki að sjá neina atburði sem séu hluti af íslenskri menningu. Ráðuneytið sér heldur ekki hvernig verkefnið endurspegli mikilvæg íslensk gildi, það sé engin sögupersóna í þeim og að það sé ljóst að listgreinin þurfi að hafa menningarlegt vægi.Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis.Vísir/ErnirSams konar þáttur og Kórar Íslands, Óskalög Þjóðarinnar, sem sýndur var á RÚV fékk endurgreiðsluna á sínum tíma. Þátturinn var feykilega vinsæll og var byggður upp nánast með sama hætti. Lagahöfundurinn var kynntur, lagið var flutt í sjónvarpssal og þjóðin kaus svo að lokum. Þegar Óskalög þjóðarinnar sótti um styrk árið 2015 rann þátturinn í gegnum nálarauga nefndarinnar. Sagafilm er þessa stundina að fara yfir lögfræðilegu hliðina með lögfræðingi sínum og ætlar ekki að una úrskurði ráðuneytisins. „Við klórum okkur bara í hausnum yfir því hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að menningarlegt gildi þáttanna nái aðeins þremur stigum af þeim 16 sem eru í pottinum,“ segir Þórhallur og bætir við: „Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við sambærilegar þáttaraðir, s.s. Óskalög þjóðarinnar. Uppbygging þessara þáttaraða er afar svipuð; dægur- og sönglög flutt í sjónvarpssal og klippt innslög inn á milli. Áhorfendur velja sitt uppáhaldslag og eitt lag stendur uppi sem sigurvegari. Helsti munurinn virðist vera sá að Óskalögin voru tekin upp fyrir útsendingu en Kórarnir voru í beinni útsendingu. En þar sem í lögunum er ekki tekin nein afstaða til beinna útsendinga skýrir það samt ekki neitt.“
Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00
Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52