Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2017 20:30 Ástin er óviðjafnanleg. Vísir / Samsett mynd Fjölmargir Íslendingar nýttu árið 2017 til að staðfesta ást sína og ganga í heilagt hjónaband. Lífið á Vísi ákvað að rifja upp nokkur eftirminnileg brúðkaup og óskar öllum nýbökuðum brúðhjónum jafnframt að gæfan elti þau á röndum um ókomin ár. Jón og Hafdís eiga tvö börn saman.Vísir / Úr safni Gaf henni allt sem hann átti Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gekk að eiga unnusta sína til 15 ára, tannlækninn Hafdísi Björk Jónsdóttur, í Dómkirkjunni þann 1. júlí. Það var sprellarinn Björn Bragi Arnarsson sem kynnti þau Jón og Hafdísi fyrir hvort öðru fyrir fimmtán árum síðan, og því var við hæfi að hann gegndi hlutverki veislustjóra í brúðkaupsveislunni, sem haldin var í Gamla Bíói. Það var svo Sálin hans Jóns mín og Emmsjé Gauti sem spiluðu fyrir dansi en bróðir brúðgumans, Friðrik Dór Jónsson, kynnti brúðhjónin inn í veisluna. A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Oct 2, 2017 at 2:48pm PDT A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Nov 5, 2017 at 12:58pm PST Staðfestu hjónabandið Kristjón Kormákur Guðjónsson, aðalritstjóri DV og vefmiðla, og Auður Ösp Guðmundsdóttir, blaðamaður á DV, giftu sig í nóvember, tja, eða héldu upp á giftingu þar sem þau létu pússa sig saman í Las Vegas á jóladag í fyrra. Í nóvember ákváðu þau að halda uppá áfangann með sínum nánustu og voru Ari Eldjárn, Páll Óskar og Erpur meðal skemmtikrafta. Kristbjörg og Aron geisluðu í Hallgrímskirkju.Vísir / Andri Marinó Giftu sig 17. júní Fótboltakappinn Aron Einar Gunnarsson og Fitness-stjarnan Kristbjörg Jónasdóttir giftu sig þann 17. júní í Hallgrímskirkju, eftir fjögurra ára samband. Aron og Kristbjörg eiga saman einn son, Ólíver Breka, en í viðtali við Nýtt líf lýsti Kristbjörg því þegar Aron bað hennar á þeirra fyrstu jólum saman í Cardiff í Wales, þar sem þau voru búsett. Í viðtalinu sagði hún að Aron hefði verið „upptjúnaður“ á meðan á borðhaldinu stóð. Þegar þau voru búin að skiptast á gjöfum bað Aron Kristbjörgu um að fylgja sér á efri hæðina þar sem hann ætti eftir að gefa henni eina gjöf í viðbót. Þegar upp var komið var gólfið þakið rósablöðum sem leiddu inn í lítið fataherbergi sem hann hafði skreytt með kertum. Þar skellti landsliðsfyrirliðinn sér á skeljarnar og beið Kristbjargar. Brúðguminn í bláu Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon gekk að eiga Guðrúnu Björk Kristinsdóttur í Hafnarfjarðarkirkju þann 15. júlí. Hörður og Guðrún geisluðu, hann í fagurbláum jakkafötum en hún í klassískum, hvítum brúðarkjól. A post shared by @ann_littlestar on Jun 17, 2017 at 11:05pm PDT Lindsay Lohan mætti Athafnamaðurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn í Grímsnesi í júní. Það var Hilmar Örn Hilmarsson sem gaf þá saman, en mikla athygli vakti að sjálf leikkonan Lindsay Lohan, góðvinkona hjónanna, mætti í brúðkaupið. Oliver hefur komið víða við, en þeir Scott hafa hreiðrað um sig í Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi. Oliver hefur meðal annars verið viðskiptafélagi Heiðu Kristínar Helgadóttur, sem margir þekkja úr stjórnmálunum, en hún hélt einmitt ræðu í brúðkaupinu. Brúðkaupið varði reyndar í nokkra daga og var það mál manna að einstaklega vel hefði tekist til. A post shared by Soley Kristjansdottir (@ohsoleymio) on Jun 18, 2017 at 4:18am PDT Kristinn R. gekk nýlega í það heilaga.Vísir / Úr safni Þetta er Kristinn R. Ólafsson sem talar úr brúðkaupinu Þúsundþjalasmiðurinn Kristinn R. Ólafsson kvæntist Önnu Baldvinu Jóhannsdóttur á heimili sínu í Kópavogi í júní, eftir rúmlega fjögurra ára samband. Hjónin buðu gestum í garðveislu en komu þeim svo á óvart með að gifta sig í garðinum. Það var séra Einar Eyjólfsson sem gaf þau saman. Ugla Stefanía, aðgerðarsinni.Vísir / Úr safni Giftu sig í mótmælaskyni Parið Ugla Stefanía Jónsdóttir og Fox Fisher giftu sig í Brighton í apríl í mótmælaskyni. Mótmæltu þau því að kynsegin fólk, sem hvorki skilgreinir sig sem karla eða konur, geti lagalega séð ekki gift sig sem kynsegin. Ugla og Fox skilgreina sig hvorki sem karl né kona. Eftir mótmælabrúðkaupið var gestum boðið til veislu og óvíst er hvort Ugla og Fox muni gifta sig í nánustu framtíð, á sínum forsendum. A post shared by Bryndís Ottesen (@disaott) on Aug 19, 2017 at 1:24pm PDT Stjörnum prýtt brúðkaup Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gekk að eiga sinn heittelskaða, Hjalta Sigvaldason Mogensen, í Akraneskirkju í ágúst. Veislan var stjörnum prýdd en meðal gesta voru Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir, Bjarni Benediktsson, Logi Bergmann og Svanhildur Hólm. Brúðarbíllinn var ekki af lakari gerðinni heldur forláta Porsche sem nýbökuðu brúðhjónin spókuðu sig um í. A post shared by Eva Laufey Kjaran Hermannsd. (@evalaufeykjaran) on Aug 19, 2017 at 1:27pm PDT Gifti sig í gróðurhúsi Tónlistarkonan Hafdís Huld gekk að eiga unnusta sinn, tónlistarmanninn Alisdair Wright, við fallega athöfn í gróðurhúsinu á Suðurá þann 16. desember síðastliðinn. Hafdís og Alisdair kynntust árið 2006 og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan og unnið mikið saman í tónlistinni. Það var svo árið 2012 að þau eignuðust sitt fyrsta barn saman, dótturina Arabellu Iðunni. Stuttu eftir að þau buðu Arabellu litlu velkomna í heiminn, nánar til tekið fjórum dögum eftir fæðinguna, bað Alisdair Hafdísar. A post shared by Ásta Júlía Hreinsdóttir (@astajuliah) on Dec 16, 2017 at 2:43pm PST Fertugsafmæli breyttist í brúðkaup Leikararnir Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey buðu vinum sínum og vandamönnum í fertugsafmæli í nóvember. Þegar í veisluna var komið ákváðu þau að koma ástvinum sínum rækilega á óvart, en afmælið breyttist fljótt í brúðkaup. Ólafur og Esther hafa verið saman í fjöldamörg ár og eiga tvö börn saman og ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hörkustuð í brúðkaupinu. A post shared by Vigdís Perla Maack (@vigdismaack) on Nov 17, 2017 at 3:03pm PST Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Þegar ástin ber að dyrum: Pörin sem byrjuðu saman á árinu Örvar Amors hafa hitt marga í hjartastað í Hollywood á árinu sem er að líða. 17. desember 2017 14:00 Blessað barnalánið: Frægir fjölga sér árið 2017 Margar af skærustu stjörnum Íslendinga hafa verið svo lánsamar að eignast börn á árinu. 13. desember 2017 19:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar nýttu árið 2017 til að staðfesta ást sína og ganga í heilagt hjónaband. Lífið á Vísi ákvað að rifja upp nokkur eftirminnileg brúðkaup og óskar öllum nýbökuðum brúðhjónum jafnframt að gæfan elti þau á röndum um ókomin ár. Jón og Hafdís eiga tvö börn saman.Vísir / Úr safni Gaf henni allt sem hann átti Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gekk að eiga unnusta sína til 15 ára, tannlækninn Hafdísi Björk Jónsdóttur, í Dómkirkjunni þann 1. júlí. Það var sprellarinn Björn Bragi Arnarsson sem kynnti þau Jón og Hafdísi fyrir hvort öðru fyrir fimmtán árum síðan, og því var við hæfi að hann gegndi hlutverki veislustjóra í brúðkaupsveislunni, sem haldin var í Gamla Bíói. Það var svo Sálin hans Jóns mín og Emmsjé Gauti sem spiluðu fyrir dansi en bróðir brúðgumans, Friðrik Dór Jónsson, kynnti brúðhjónin inn í veisluna. A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Oct 2, 2017 at 2:48pm PDT A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Nov 5, 2017 at 12:58pm PST Staðfestu hjónabandið Kristjón Kormákur Guðjónsson, aðalritstjóri DV og vefmiðla, og Auður Ösp Guðmundsdóttir, blaðamaður á DV, giftu sig í nóvember, tja, eða héldu upp á giftingu þar sem þau létu pússa sig saman í Las Vegas á jóladag í fyrra. Í nóvember ákváðu þau að halda uppá áfangann með sínum nánustu og voru Ari Eldjárn, Páll Óskar og Erpur meðal skemmtikrafta. Kristbjörg og Aron geisluðu í Hallgrímskirkju.Vísir / Andri Marinó Giftu sig 17. júní Fótboltakappinn Aron Einar Gunnarsson og Fitness-stjarnan Kristbjörg Jónasdóttir giftu sig þann 17. júní í Hallgrímskirkju, eftir fjögurra ára samband. Aron og Kristbjörg eiga saman einn son, Ólíver Breka, en í viðtali við Nýtt líf lýsti Kristbjörg því þegar Aron bað hennar á þeirra fyrstu jólum saman í Cardiff í Wales, þar sem þau voru búsett. Í viðtalinu sagði hún að Aron hefði verið „upptjúnaður“ á meðan á borðhaldinu stóð. Þegar þau voru búin að skiptast á gjöfum bað Aron Kristbjörgu um að fylgja sér á efri hæðina þar sem hann ætti eftir að gefa henni eina gjöf í viðbót. Þegar upp var komið var gólfið þakið rósablöðum sem leiddu inn í lítið fataherbergi sem hann hafði skreytt með kertum. Þar skellti landsliðsfyrirliðinn sér á skeljarnar og beið Kristbjargar. Brúðguminn í bláu Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon gekk að eiga Guðrúnu Björk Kristinsdóttur í Hafnarfjarðarkirkju þann 15. júlí. Hörður og Guðrún geisluðu, hann í fagurbláum jakkafötum en hún í klassískum, hvítum brúðarkjól. A post shared by @ann_littlestar on Jun 17, 2017 at 11:05pm PDT Lindsay Lohan mætti Athafnamaðurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn í Grímsnesi í júní. Það var Hilmar Örn Hilmarsson sem gaf þá saman, en mikla athygli vakti að sjálf leikkonan Lindsay Lohan, góðvinkona hjónanna, mætti í brúðkaupið. Oliver hefur komið víða við, en þeir Scott hafa hreiðrað um sig í Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi. Oliver hefur meðal annars verið viðskiptafélagi Heiðu Kristínar Helgadóttur, sem margir þekkja úr stjórnmálunum, en hún hélt einmitt ræðu í brúðkaupinu. Brúðkaupið varði reyndar í nokkra daga og var það mál manna að einstaklega vel hefði tekist til. A post shared by Soley Kristjansdottir (@ohsoleymio) on Jun 18, 2017 at 4:18am PDT Kristinn R. gekk nýlega í það heilaga.Vísir / Úr safni Þetta er Kristinn R. Ólafsson sem talar úr brúðkaupinu Þúsundþjalasmiðurinn Kristinn R. Ólafsson kvæntist Önnu Baldvinu Jóhannsdóttur á heimili sínu í Kópavogi í júní, eftir rúmlega fjögurra ára samband. Hjónin buðu gestum í garðveislu en komu þeim svo á óvart með að gifta sig í garðinum. Það var séra Einar Eyjólfsson sem gaf þau saman. Ugla Stefanía, aðgerðarsinni.Vísir / Úr safni Giftu sig í mótmælaskyni Parið Ugla Stefanía Jónsdóttir og Fox Fisher giftu sig í Brighton í apríl í mótmælaskyni. Mótmæltu þau því að kynsegin fólk, sem hvorki skilgreinir sig sem karla eða konur, geti lagalega séð ekki gift sig sem kynsegin. Ugla og Fox skilgreina sig hvorki sem karl né kona. Eftir mótmælabrúðkaupið var gestum boðið til veislu og óvíst er hvort Ugla og Fox muni gifta sig í nánustu framtíð, á sínum forsendum. A post shared by Bryndís Ottesen (@disaott) on Aug 19, 2017 at 1:24pm PDT Stjörnum prýtt brúðkaup Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gekk að eiga sinn heittelskaða, Hjalta Sigvaldason Mogensen, í Akraneskirkju í ágúst. Veislan var stjörnum prýdd en meðal gesta voru Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir, Bjarni Benediktsson, Logi Bergmann og Svanhildur Hólm. Brúðarbíllinn var ekki af lakari gerðinni heldur forláta Porsche sem nýbökuðu brúðhjónin spókuðu sig um í. A post shared by Eva Laufey Kjaran Hermannsd. (@evalaufeykjaran) on Aug 19, 2017 at 1:27pm PDT Gifti sig í gróðurhúsi Tónlistarkonan Hafdís Huld gekk að eiga unnusta sinn, tónlistarmanninn Alisdair Wright, við fallega athöfn í gróðurhúsinu á Suðurá þann 16. desember síðastliðinn. Hafdís og Alisdair kynntust árið 2006 og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan og unnið mikið saman í tónlistinni. Það var svo árið 2012 að þau eignuðust sitt fyrsta barn saman, dótturina Arabellu Iðunni. Stuttu eftir að þau buðu Arabellu litlu velkomna í heiminn, nánar til tekið fjórum dögum eftir fæðinguna, bað Alisdair Hafdísar. A post shared by Ásta Júlía Hreinsdóttir (@astajuliah) on Dec 16, 2017 at 2:43pm PST Fertugsafmæli breyttist í brúðkaup Leikararnir Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey buðu vinum sínum og vandamönnum í fertugsafmæli í nóvember. Þegar í veisluna var komið ákváðu þau að koma ástvinum sínum rækilega á óvart, en afmælið breyttist fljótt í brúðkaup. Ólafur og Esther hafa verið saman í fjöldamörg ár og eiga tvö börn saman og ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hörkustuð í brúðkaupinu. A post shared by Vigdís Perla Maack (@vigdismaack) on Nov 17, 2017 at 3:03pm PST
Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Þegar ástin ber að dyrum: Pörin sem byrjuðu saman á árinu Örvar Amors hafa hitt marga í hjartastað í Hollywood á árinu sem er að líða. 17. desember 2017 14:00 Blessað barnalánið: Frægir fjölga sér árið 2017 Margar af skærustu stjörnum Íslendinga hafa verið svo lánsamar að eignast börn á árinu. 13. desember 2017 19:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Þegar ástin ber að dyrum: Pörin sem byrjuðu saman á árinu Örvar Amors hafa hitt marga í hjartastað í Hollywood á árinu sem er að líða. 17. desember 2017 14:00
Blessað barnalánið: Frægir fjölga sér árið 2017 Margar af skærustu stjörnum Íslendinga hafa verið svo lánsamar að eignast börn á árinu. 13. desember 2017 19:30