Reynslumikill hópur á sterku ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var íþróttamaður ársins á síðasta ári og er tilnefndur aftur í ár mynd/SÍ/Vilhjálmur Siggeirsson Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Að venju eru þeir tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna kynntir til sögunnar í dag, sem og þeir þrír sem flest atkvæði fengu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Aðeins tveir nýliðar komast á listann í ár en það eru knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, og Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, sem keppir á Evrópumótaröðinni í golfi, og varð fyrst Íslendinga til að keppa á Opna bandaríska risamótinu.Engin kona oftar Árið sem er að líða var einstaklega gott íþróttaár enda náðist framúrskarandi árangur á heimsvísu í fjölda íþróttagreina. Það má því færa rök með því að sjaldan hafi það verið erfiðara að komast í hóp tíu efstu og nú. Knattspyrna á flesta fulltrúa á listanum að þessu sinni eða alls fjóra – þrjá lykilmenn úr íslenska landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins. Sara Björk vann tvöfalt í Þýskalandi og var í lykilhlutverki með landsliðinu sem keppti á EM í árinu og skellti svo ógnarsterku liði Þýskalands á útivelli í haust. Sara Björk skráir nafn sitt í sögubækurnar á þessu ári því að engin kona hefur verið oftar á lista yfir tíu efstu í kjörinu. Sara Björk er á listanum í sjötta sinn en Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Vala Flosadóttir koma næstar með fimm skipti.Gylfi í sjöunda sinn Þetta er fjórða árið í röð sem að fimm karlar og fimm konur eru á listanum. Þá er þetta þriðja árið í röð að jöfn skipti eru á milli íþróttamanna úr hópíþróttum og einstaklingsíþróttum. Fimmti hópíþróttamaðurinn er Guðjón Valur Sigurðsson sem er í níunda skipti á meðal tíu efstu en aðeins Ólafur Stefánsson (12 skipti), Geir Hallsteinsson og Kristján Arason (10 skipti hvor) hafa verið oftar í þessum hópi. Listinn er að stórum hluta settur saman af íþróttafólki sem er í sömu sporum og Guðjón Valur - að vera í hópi þeirra sem hafa verið oftar í hópi tíu efstu í kjörinu úr sinni íþróttagrein. Gylfi Þór Sigurðsson er í sjöunda sinn en aðeins Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið oftar (10 skipti hvor). Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson eru í sömuleiðis í þessum hópi í sínum greinum.Hár meðalaldur Þetta endurspeglast einnig í því að aðeins fjórum sinnum hefur meðalaldur íþróttamannanna sem komast á tíu efstu í kjörinu verið hærri. Hann er 28,6 ár og var síðast hærri árið 2008. Þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að tveir íþróttamenn sem eru 38 ára eða eldri komast á listann en Guðjón Valur og Helgi Sveinsson eru báðir 38 ára. Samtök íþróttafréttamanna kjósa nú íþróttamann ársins í 62. sinn og þjálfara og lið ársins í fimmta sinn. Kjörinu verður lýst í Hörpu þann 28. desember í beinni útsendingu á Rúv.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira