Fjölmenningarlegt samfélag að rísa á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 21:00 Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón. Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón.
Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00