Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Reykjanesbær mun stækka mikið á næstunni vísir/gva Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira