Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2015 21:00 Nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á Keflavíkurflugvelli á næstu fimm til sex árum vegna aukinnar umferðar um flugvöllinn. Allt að sextíu þúsund manns gætu haft vinnu á flugvallarsvæðinu undir lok þróunaráætlunar flugvallarins. Þegar elsti hluti flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var tekinn í notkun árið 1987 fannst mörgum flugstöðin óhóflega stór og spár um fjölgun farþega full bjartsýnar. En í dag voru kynnt áform um gríðarlega stækkun flugstöðvarinnar á næstu árum. Skömmu eftir að flugstöðin var byggð fóru rúmlega 700 þúsund farþegar um hana á ári en á þessu ári er reiknað með að þeir verði á bilinu 4,5 til fimm milljónir. Áætlanir sem Ísavía kynnti fyrir um átta mánuðum gerðu ráð fyrir að á árinu 2018 færu sex milljónir farþega um flugstöðina. En samkvæmt áætlunum sem kynntar voru í dag er gert ráð fyrir að því marki verði náð strax á næsta ári.Farið hraðar af stað en til stóð „Það hefur auðvitað bæði orðið mikil fjölgun hjá Icelandair og WOW. Miklu meiri en við bjuggumst við. Við erum líka með önnur flugfélög sem hafa komið þarna inn en það eru auðvitað fyrst og fremst Icelandair og WOW sem valda því að við verðum að fara hraðar af stað en við ætluðum okkur,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Ísavía, sem kynnti í dag uppfærða þróunaráætlun samkvæmt verðlaunatillögu Nordic Arch arkitektastofunnar frá því í febrúar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Vísir/PjeturÞar sést flugstöðin eins og hún lítur út í dag og hvernig hún verður stækkuð í áföngum ásamt fjölgun stæða fyrir flugvélar allt til ársins 2040 þegar flugvöllurinn mun geta tekið við fjórtán milljón farþegum miðað við núverandi dreifingu þeirra yfir daginn og allt að 25 milljón farþegum með jafnari dreifingu. „Og við þurfum þá að fara að hanna nýju flugstöðina og svæðið í kring um hana. Við sjáum fyrir okkur að hönnun verði tilbúin í ársbyrjun 2017 og þá myndum við bjóða út verkið. Næstu fjögur, fimm árin verður þetta komið,“ segir Björn Óli. Gert er ráð fyrir að þessi fyrsti hluti framkvæmdanna muni kosta á bilinu 70 til 90 milljarða sem að fullu yrði fjármagnað með tekjum flugstöðvarinnar. Þannig að ríkissjóður þarf ekki að leggja til fjármagnið. Áætlað er að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferðaþjónustunni verði 350 milljarðar í ár, um 620 milljarðar árið 2020 og yfir 1.000 milljarðar árið 2040.Verður á stærð við aðalflugvelli hinna Norðurlandanna Í dag vinna um 3.500 manns við flugvöllinn. Í lok þróunaráætlunarinnar árið 2040, þegar einnig verður búið að byggja yfir ýmsa stoð- og hliðarstarfsemi, verða starfsmenn mun fleiri. „Þannig að þegar við erum komin á þetta stig verða alla vega um tíu þúsund manns vinnandi hérna, með alveg ótrúlega mörgum afleiddum störfum. Sennilega gætu þá um 60 þúsund manns verið að vinna afleidd störf í tengslum við þessar breytingar hér á flugvallarsvæðinu,“ segir Björn Óli. Þá verði Keflavíkurflugvöllur af svipaðri stærðargráðu og aðalflugvellir hinna Norðurlandanna. Það ræður miklu um þessa þróun að Keflavíkurflugvöllur er í vaxandi mæli miðstöð eða „hub“ flugs á milli norður Ameríku og Evrópu, þar sem stór hluti farþega stoppar aðeins á Íslandi í nokkra daga eða eingöngu til að skipta um flugvél. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert lát á framkvæmdum: Keflavíkurflugvöllur á að vera tvöfaldur að stærð árið 2040 „Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ 15. júlí 2015 13:11 Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á Keflavíkurflugvelli á næstu fimm til sex árum vegna aukinnar umferðar um flugvöllinn. Allt að sextíu þúsund manns gætu haft vinnu á flugvallarsvæðinu undir lok þróunaráætlunar flugvallarins. Þegar elsti hluti flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var tekinn í notkun árið 1987 fannst mörgum flugstöðin óhóflega stór og spár um fjölgun farþega full bjartsýnar. En í dag voru kynnt áform um gríðarlega stækkun flugstöðvarinnar á næstu árum. Skömmu eftir að flugstöðin var byggð fóru rúmlega 700 þúsund farþegar um hana á ári en á þessu ári er reiknað með að þeir verði á bilinu 4,5 til fimm milljónir. Áætlanir sem Ísavía kynnti fyrir um átta mánuðum gerðu ráð fyrir að á árinu 2018 færu sex milljónir farþega um flugstöðina. En samkvæmt áætlunum sem kynntar voru í dag er gert ráð fyrir að því marki verði náð strax á næsta ári.Farið hraðar af stað en til stóð „Það hefur auðvitað bæði orðið mikil fjölgun hjá Icelandair og WOW. Miklu meiri en við bjuggumst við. Við erum líka með önnur flugfélög sem hafa komið þarna inn en það eru auðvitað fyrst og fremst Icelandair og WOW sem valda því að við verðum að fara hraðar af stað en við ætluðum okkur,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Ísavía, sem kynnti í dag uppfærða þróunaráætlun samkvæmt verðlaunatillögu Nordic Arch arkitektastofunnar frá því í febrúar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Vísir/PjeturÞar sést flugstöðin eins og hún lítur út í dag og hvernig hún verður stækkuð í áföngum ásamt fjölgun stæða fyrir flugvélar allt til ársins 2040 þegar flugvöllurinn mun geta tekið við fjórtán milljón farþegum miðað við núverandi dreifingu þeirra yfir daginn og allt að 25 milljón farþegum með jafnari dreifingu. „Og við þurfum þá að fara að hanna nýju flugstöðina og svæðið í kring um hana. Við sjáum fyrir okkur að hönnun verði tilbúin í ársbyrjun 2017 og þá myndum við bjóða út verkið. Næstu fjögur, fimm árin verður þetta komið,“ segir Björn Óli. Gert er ráð fyrir að þessi fyrsti hluti framkvæmdanna muni kosta á bilinu 70 til 90 milljarða sem að fullu yrði fjármagnað með tekjum flugstöðvarinnar. Þannig að ríkissjóður þarf ekki að leggja til fjármagnið. Áætlað er að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferðaþjónustunni verði 350 milljarðar í ár, um 620 milljarðar árið 2020 og yfir 1.000 milljarðar árið 2040.Verður á stærð við aðalflugvelli hinna Norðurlandanna Í dag vinna um 3.500 manns við flugvöllinn. Í lok þróunaráætlunarinnar árið 2040, þegar einnig verður búið að byggja yfir ýmsa stoð- og hliðarstarfsemi, verða starfsmenn mun fleiri. „Þannig að þegar við erum komin á þetta stig verða alla vega um tíu þúsund manns vinnandi hérna, með alveg ótrúlega mörgum afleiddum störfum. Sennilega gætu þá um 60 þúsund manns verið að vinna afleidd störf í tengslum við þessar breytingar hér á flugvallarsvæðinu,“ segir Björn Óli. Þá verði Keflavíkurflugvöllur af svipaðri stærðargráðu og aðalflugvellir hinna Norðurlandanna. Það ræður miklu um þessa þróun að Keflavíkurflugvöllur er í vaxandi mæli miðstöð eða „hub“ flugs á milli norður Ameríku og Evrópu, þar sem stór hluti farþega stoppar aðeins á Íslandi í nokkra daga eða eingöngu til að skipta um flugvél.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert lát á framkvæmdum: Keflavíkurflugvöllur á að vera tvöfaldur að stærð árið 2040 „Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ 15. júlí 2015 13:11 Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Ekkert lát á framkvæmdum: Keflavíkurflugvöllur á að vera tvöfaldur að stærð árið 2040 „Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ 15. júlí 2015 13:11
Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00
Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17