Erlent

Fluttu veikt fólk á brott

Atli Ísleifsson skrifar
Um 400 þúsund manns búa í Eystri-Ghouta.
Um 400 þúsund manns búa í Eystri-Ghouta. Twitter
Rauði krossinn hóf í gærkvöldi flutning á veiku fólki frá hverfinu Eystri-Ghouta í sýrlensku höfuðborginni Damaskus. Síðustu ár hefur hverfið verið á valdi uppreisnarmanna í landinu.

BBC  greinir frá málinu.

Í síðustu viku var greint frá því að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti væri að íhuga að leyfa flutning á sjö veikum börnum sem öll eru með krabbamein og hafa hafst við í hverfinu við slæmar aðstæður allt frá því stjórnarherinn lokaði því af fyrir fjórum árum.

Börnin sjö eru á meðal 130 barna í hverfinu sem sögð eru þurfa nauðsynlega á læknisaðstoð að halda. Nærri tólf prósent barna í hverfinu eru sögð þjást af vannæringu en þar búa um 400 þúsund manns. Ekki liggur fyrir hversu margir sjúklingar verða fluttir á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×