Hvöttu Clinton til að hætta í stjórnmálum og byrja að prjóna: „Skilgreiningin á kynjamisrétti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 21:11 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Vísir/afp Tímaritið Vanity Fair hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir myndband sem birt var á samfélagsmiðlum tímartisins. Í myndbandinu var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvött til að segja skilið við stjórnmál og taka upp nýtt áhugamál, til dæmis prjónaskap. Í myndbandinu er því m.a. beint til Clinton að hætta að kenna öðrum um tap sitt í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Þá var jafnframt mælst til þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum og byrji í staðinn að prjóna, sinna sjálfboðastarfi eða æfa uppistand á nýju ári.Maybe it's time for Hillary Clinton to take up a new hobby in 2018 pic.twitter.com/sbE78rA5At— VANITY FAIR (@VanityFair) December 23, 2017 Fjölmargir tengdir Clinton, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, auk þekktra einstaklinga svöruðu Vanity Fair fullum hálsi eftir að myndbandið var birt. Adam Parkhomenko, fyrrverandi ráðgjafi Clinton, hvatti fólk til að segja upp áskrift að tímaritinu og birti mynd af eintaki af Vanity Fair í ljósum logum á Twitter-reikningi sínum.For those that, once again had Hillary's back, this time re: @VanityFair hit 1/ pic.twitter.com/Jl4XhBt7gz— Adam Parkhomenko (@AdamParkhomenko) December 27, 2017 Bandaríska leikkonan Patricia Arquette var hvöss í málflutningi sínum. „Hættið að segja konum hvað í fjandanum þær mega og mega ekki gera,“ ritaði Arquette í færslu á Twitter.Hey STOP TELLING WOMEN WHAT THE F-CK THEY SHOULD DO OR CAN DO. Get over your mommy issues.— Patricia Arquette (@PattyArquette) December 27, 2017 Á Twitter-reikningi vefsíðunnar Dictionary.com voru skilaboð myndbandsins, þ.e. að segja menntuðum lögfræðingi á borð við Clinton að byrja að prjóna, sögð „skilgreininguna á kynjamisrétti“. Þá hafa aðrir Twitter-notendur stórlega efast um að sama yrði upp á teningnum ef um karlmann væri að ræða.The word for telling a woman with a law degree from Yale to take up knitting is ... https://t.co/Lguqic3f9o#VanityFair #HillaryClinton https://t.co/kOf2qP4xDy— Dictionary.com (@Dictionarycom) December 27, 2017 Did Vanity Fair suggest that Mitt Romney, John McCain, John Kerry or Al Gore take up new hobbies? Hillary Clinton is a Wellesley and Yale Law grad, U.S. Senator, Secretary of State, and the only female presidential candidate win the popular vote by 3 million. Apologize #Misogyny https://t.co/ripJWFlSMY— Nancy Levine (@nancylevine) December 27, 2017 Donald Trump, Bandaríkjaforseti og harður andstæðingur Clinton, var einn þeirra sem blandaði sér í málið. Hann birti nokkuð sérkennilegt tíst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi Vanity Fair fyrir að leggjast svo lágt að biðjast afsökunar á myndbandinu um hina „svikulu Hillary“, eða „Crooked Hillary“ eins og forsetinn kallar fyrrverandi mótframbjóðanda sinn iðulega.Vanity Fair, which looks like it is on its last legs, is bending over backwards in apologizing for the minor hit they took at Crooked H. Anna Wintour, who was all set to be Amb to Court of St James's & a big fundraiser for CH, is beside herself in grief & begging for forgiveness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017 Þá blandaði Trump Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, inn í málið. Ekki er ljóst hvað forsetanum gekk til með því. Talskona Vanity Fair, Beth Kseniak, sagði tímaritið hafa ætlað að slá á létta strengi með útgáfu myndbandsins. Hún sagði enn fremur að aðstandendur myndbandsins harmi að skilaboðin hafi misst marks. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Tímaritið Vanity Fair hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir myndband sem birt var á samfélagsmiðlum tímartisins. Í myndbandinu var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvött til að segja skilið við stjórnmál og taka upp nýtt áhugamál, til dæmis prjónaskap. Í myndbandinu er því m.a. beint til Clinton að hætta að kenna öðrum um tap sitt í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Þá var jafnframt mælst til þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum og byrji í staðinn að prjóna, sinna sjálfboðastarfi eða æfa uppistand á nýju ári.Maybe it's time for Hillary Clinton to take up a new hobby in 2018 pic.twitter.com/sbE78rA5At— VANITY FAIR (@VanityFair) December 23, 2017 Fjölmargir tengdir Clinton, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, auk þekktra einstaklinga svöruðu Vanity Fair fullum hálsi eftir að myndbandið var birt. Adam Parkhomenko, fyrrverandi ráðgjafi Clinton, hvatti fólk til að segja upp áskrift að tímaritinu og birti mynd af eintaki af Vanity Fair í ljósum logum á Twitter-reikningi sínum.For those that, once again had Hillary's back, this time re: @VanityFair hit 1/ pic.twitter.com/Jl4XhBt7gz— Adam Parkhomenko (@AdamParkhomenko) December 27, 2017 Bandaríska leikkonan Patricia Arquette var hvöss í málflutningi sínum. „Hættið að segja konum hvað í fjandanum þær mega og mega ekki gera,“ ritaði Arquette í færslu á Twitter.Hey STOP TELLING WOMEN WHAT THE F-CK THEY SHOULD DO OR CAN DO. Get over your mommy issues.— Patricia Arquette (@PattyArquette) December 27, 2017 Á Twitter-reikningi vefsíðunnar Dictionary.com voru skilaboð myndbandsins, þ.e. að segja menntuðum lögfræðingi á borð við Clinton að byrja að prjóna, sögð „skilgreininguna á kynjamisrétti“. Þá hafa aðrir Twitter-notendur stórlega efast um að sama yrði upp á teningnum ef um karlmann væri að ræða.The word for telling a woman with a law degree from Yale to take up knitting is ... https://t.co/Lguqic3f9o#VanityFair #HillaryClinton https://t.co/kOf2qP4xDy— Dictionary.com (@Dictionarycom) December 27, 2017 Did Vanity Fair suggest that Mitt Romney, John McCain, John Kerry or Al Gore take up new hobbies? Hillary Clinton is a Wellesley and Yale Law grad, U.S. Senator, Secretary of State, and the only female presidential candidate win the popular vote by 3 million. Apologize #Misogyny https://t.co/ripJWFlSMY— Nancy Levine (@nancylevine) December 27, 2017 Donald Trump, Bandaríkjaforseti og harður andstæðingur Clinton, var einn þeirra sem blandaði sér í málið. Hann birti nokkuð sérkennilegt tíst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi Vanity Fair fyrir að leggjast svo lágt að biðjast afsökunar á myndbandinu um hina „svikulu Hillary“, eða „Crooked Hillary“ eins og forsetinn kallar fyrrverandi mótframbjóðanda sinn iðulega.Vanity Fair, which looks like it is on its last legs, is bending over backwards in apologizing for the minor hit they took at Crooked H. Anna Wintour, who was all set to be Amb to Court of St James's & a big fundraiser for CH, is beside herself in grief & begging for forgiveness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017 Þá blandaði Trump Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, inn í málið. Ekki er ljóst hvað forsetanum gekk til með því. Talskona Vanity Fair, Beth Kseniak, sagði tímaritið hafa ætlað að slá á létta strengi með útgáfu myndbandsins. Hún sagði enn fremur að aðstandendur myndbandsins harmi að skilaboðin hafi misst marks.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira