Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 22:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á verðlaunafhendingunni í kvöld. Mynd/ÍSÍ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur og Einar Örn Jónsson í beinni útsendingu RÚV frá hófinu í Hörpu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt flakk, að fara frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, á þessu stigi. Þetta venst en er erfitt.“ Aðspurð sagðist Ólafía vissulega hafa ruglast á því í hvaða landi hún væri stödd og ef einhver spyrði hana hvar hún hafi verið að spila í síðustu viku þá þyrfti hún að hugsa sig tvisvar um til þess að rifja það upp. „Já,“ sagði Ólafía og uppskar hlátrasköll úr sal. „Ég veit ekkert hvar ég er, stundum.“ Ólafía er í fríi frá golfinu nú í desember og hefur ekki snert golfkylfu síðan hún lauk leik á Drottningarmótinu í Japan í byrjun mánaðar. Hún fer til Flórída eftir áramót og byrjar þá aftur á fullu. „Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017. Fréttir ársins 2017 Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur og Einar Örn Jónsson í beinni útsendingu RÚV frá hófinu í Hörpu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt flakk, að fara frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, á þessu stigi. Þetta venst en er erfitt.“ Aðspurð sagðist Ólafía vissulega hafa ruglast á því í hvaða landi hún væri stödd og ef einhver spyrði hana hvar hún hafi verið að spila í síðustu viku þá þyrfti hún að hugsa sig tvisvar um til þess að rifja það upp. „Já,“ sagði Ólafía og uppskar hlátrasköll úr sal. „Ég veit ekkert hvar ég er, stundum.“ Ólafía er í fríi frá golfinu nú í desember og hefur ekki snert golfkylfu síðan hún lauk leik á Drottningarmótinu í Japan í byrjun mánaðar. Hún fer til Flórída eftir áramót og byrjar þá aftur á fullu. „Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017.
Fréttir ársins 2017 Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira