Fótbolti

Cantona fer yfir HM-dráttinn og Sigmundur Davíð kemur við sögu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona, íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Eric Cantona, íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Samsett/Getty
Eric Cantona, eða The Commissioner of Football eins og hann kallar sig í vefþáttum Eurosport, er mættur á nýjan og í nýjasta þættinum fjallar hann um HM-dráttinn á sinn einstaka hátt.

Cantona klæddi sig upp að hætti Rússa að þessu tilnefni og skýtur að vanda fast á suma en þar má nefna FIFA, enska landsliðið og Gary Lineker.

Ísland kemur líka við sögu en eins og allir vita þá er Ísland á leiðinni á HM í fótbolta í fyrsta sinn næsta sumar. Sömu sögu er að segja af landsliði Panama.

Panama hefur síðustu ár verið mikið í fréttum en þó ekki vegna fótboltalandsliðsins heldur vegna Panama-skjalanna.

Panama lenti í riðli með Englendingum og Cantona bíður að sjálfsögðu upp á eina samsæriskenningu þar sem koma við sögu Panama og svo auðvitað fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð sagði af sér vegna umræddra Panama-skjala og það fór ekkert framhjá Eric Cantona.

Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan en Cantona ræðir líka aðeins leik Manchester United og Manchester City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×