Áður höfðu sjö reikistjörnur fundist í sólkerfinu með Kepler sjónauka Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, en með aðstoð gervigreindar hefur sú áttunda nú fundist. Nýjasta reikistjarnan hefur fengið nafnið Kepler-90i og fer hún á braut um sólu sína á 14,4 dögum.
Samkvæmt NASA er hitastigið á yfirborði Kepler-90i talið fara yfir 400 gráður. Reikistjarnan er um þriðjungi stærri en Jörðin.
Samkvæmt AFP fréttaveitunni búast vísindamenn við því að fleiri reikistjörnur muni finnast en Kepler hefur safnað gögnum um rúmlega 150 þúsund stjörnur. Til stendur að keyra öll gögnin í gegnum gervigreind Google.