Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Benedikt Bóas skrifar 15. desember 2017 11:00 Samkvæmt nefndinni um endurgreiðslu fór fyrir brjóstið á henni að Kórar Íslands væru í beinni útsendingu. Vísir/Daníel Þór Ágústsson „Við erum að leita leiða um hvað við getum gert í þessari stöðu því við trúum þessu varla ennþá,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, en endurgreiðsla upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar við þáttaröðina Kórar Íslands, sem framleidd var fyrir Stöð 2, fæst ekki. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Gert var ráð fyrir endurgreiðslunni þegar ákveðið var að gera þáttaröðina og tap Sagafilm því mikið. Farið verður yfir málið með lögfræðingum á næstu dögum, að sögn Hilmars, sem er allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Í dómi nefndar um endurgreiðslu kemur fram að til að fá endurgreiðsluna þurfi að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fá aðeins þrjú og uppfylla ekki atriði sem snúa að vísun í sögupersónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélaginu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn sé ekki byggður á bókmenntaverki, það sé engin sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram í framleiðslu þáttanna.Samkvæmt Saga Film bjuggust þeir við að fá 14 menningarstig fyrir þættina um Kóra Íslands en fengu aðeins þrjú. Fréttablaðið/Daníel ÁgústssonÞá er ekki vísað nóg til íslenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fær þáttaröðin aðeins eitt stig þar. Sagafilm metur að með sanngirni eigi verkefnið að fá 12 stig en upphaflega var gert ráð fyrir 14 stigum. Sagafilm kærði þessa niðurstöðu og í greinargerð fyrirtækisins kemur fram að verulegir fjárhagslegri hagsmunir séu eru í húfi. Þá er bent á að bandarísk bílahasarmynd hafi náð þessum fjórum stigum og fengið endurgreiðslu. Hilmar segir að Biggest Loser hafi einnig fengið endurgreiðslu. Ekki náðist í Þóru Hallgrímsdóttur, formann nefndarinnar, en í greinargerð hennar vegna kæru Sagafilm kemur fram að ekki sé verið að gera lítið úr kórastarfi á Íslandi en það vanti meiri úrvinnslu. Þá hafi eitt stig verið gefið af sanngirnisástæðum. Heildarmatið sé því að þáttaröðin, Kórar Íslands, uppfylli ekki menningarhlutann. Kórar Íslands Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Við erum að leita leiða um hvað við getum gert í þessari stöðu því við trúum þessu varla ennþá,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, en endurgreiðsla upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar við þáttaröðina Kórar Íslands, sem framleidd var fyrir Stöð 2, fæst ekki. Ástæðan er að þáttaröðin þótti ekki nógu menningarleg. Gert var ráð fyrir endurgreiðslunni þegar ákveðið var að gera þáttaröðina og tap Sagafilm því mikið. Farið verður yfir málið með lögfræðingum á næstu dögum, að sögn Hilmars, sem er allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Í dómi nefndar um endurgreiðslu kemur fram að til að fá endurgreiðsluna þurfi að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fá aðeins þrjú og uppfylla ekki atriði sem snúa að vísun í sögupersónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélaginu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn sé ekki byggður á bókmenntaverki, það sé engin sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram í framleiðslu þáttanna.Samkvæmt Saga Film bjuggust þeir við að fá 14 menningarstig fyrir þættina um Kóra Íslands en fengu aðeins þrjú. Fréttablaðið/Daníel ÁgústssonÞá er ekki vísað nóg til íslenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fær þáttaröðin aðeins eitt stig þar. Sagafilm metur að með sanngirni eigi verkefnið að fá 12 stig en upphaflega var gert ráð fyrir 14 stigum. Sagafilm kærði þessa niðurstöðu og í greinargerð fyrirtækisins kemur fram að verulegir fjárhagslegri hagsmunir séu eru í húfi. Þá er bent á að bandarísk bílahasarmynd hafi náð þessum fjórum stigum og fengið endurgreiðslu. Hilmar segir að Biggest Loser hafi einnig fengið endurgreiðslu. Ekki náðist í Þóru Hallgrímsdóttur, formann nefndarinnar, en í greinargerð hennar vegna kæru Sagafilm kemur fram að ekki sé verið að gera lítið úr kórastarfi á Íslandi en það vanti meiri úrvinnslu. Þá hafi eitt stig verið gefið af sanngirnisástæðum. Heildarmatið sé því að þáttaröðin, Kórar Íslands, uppfylli ekki menningarhlutann.
Kórar Íslands Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira