Þegar ástin ber að dyrum: Pörin sem byrjuðu saman á árinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2017 14:00 Ástarárið mikla 2017. Vísir / Getty Images Ástin hefur aldeilis blómstrað í stjörnuheimum á árinu sem er að líða og ólíklegasta fólk hefur stungið saman nefjum. Lífið ákvað að fara yfir ástarárið mikla og skyggnast inní þau sambönd sem sum hver eiga hugsanlega eftir að endast ævina á enda. Jamie og Katie.Vísir / Getty Images Héldu sambandinu leyndu í fjögur ár Eitt ólíklegasta par ársins var eflaust leikkonan Katie Holmes og leikarinn Jamie Foxx. Raunar byrjuðu þau alls ekki saman á árinu heldur hófu sína ástarvegferð saman árið 2013 og héldu sambandinu mjög leyndu þangað til í ár. Ástæðan fyrir því gæti verið sögusagnir þess efnis að Katie hafi verið bannað að deita opinberlega í fimm ár eftir að hún skildi við leikarann Tom Cruise árið 2012, en þau eiga dótturina Suri Cruise saman, ellefu ára. Jennifer og Alex.Vísir / Getty Images Flókin ástarsaga Leik- og söngkonan Jennifer Lopez byrjaði með fyrrverandi hafnaboltahetjunni Alex Rodriguez á árinu. Jennifer hefur marga fjöruna sopið í ástarmálum og gifti sig fyrst árið 1997, kúbanska þjóninum Ojani Noa. Þau skildu einu ári síðar. Því næst byrjaði hún með Sean Diddy Combs en þegar flosnaði upp úr því sambandi sneri hún sér að dansaranum Cris Judd. Þau gengu í það heilaga árið 2001 en skildu ári síðar, árið 2002. Sama ár trúlofaðist hún leikaranum Ben Affleck, eins og frægt er orðið. Þau hættu saman í janúar árið 2004. Þá var röðin komin að söngvaranum Marc Anthony. Þau giftu sig árið 2004 og eiga saman tvíburana Maximilian David og Emme Maribel, sem verða tíu ára á næsta ári. Árið 2011 skildu þau Jennifer og Marc og sama ár byrjaði Jennifer aftur með dansaranum Cris Judd. Þau enduðu samband sitt í fyrra. Saga Alex er eilítið einfaldari. Hann kvæntist sálfræðingnum Cynthiu Scurtis árið 2002 og eiga þau saman tvær dætur, Natasha Alexander, 13 ára, og Ellu Alexander, 9 ára. Cynthia sótti um skilnað í júlí árið 2008 og hélt því fram að Alex væri ekki tilfinningalega til staðar fyrir hana og börnin og að hann hafi haldið framhjá henni. Sögusagnir fóru á kreik að Alex hefði haldið framhjá með söngkonunni Madonnu en hún neitaði því alfarið. Britney og Sam saman á kappleik.Vísir / Getty Images Tónlistarmyndband leiddi þau saman Ástarlíf söngkonunnar Britney Spears hefur einnig verið mikið á milli tannanna á fólki alveg síðan hún hætti með söngvaranum Justin Timberlake árið 2002, eftir þriggja ára sambúð. Britney er tvígift, fyrst Jason Alexander í 55 klukkustundir árið 2004 og síðan Kevin Federline, en þau voru hjón á árunum 2004 til 2007. Nú hefur hún fundið ástina í örmum fyrirsætunnar Sam Asghari en þau kynntust í fyrra við tökur á tónlistarmyndbandi hennar við lagið Slumber Party. Þau opinberuðu síðan samband sitt í ár. Charlie og Natalia.Vísir / Getty Images Par í raun og veru Margir kannast við leikarann Charlie Heaton og leikkonuna Natalia Dyer, en þau leika Jonathan Byers og Nancy Wheeler í sjónvarpsþáttunum Stranger Things. Sterk tengsl myndast á milli karaktera þeirra í sjónvarpsþáttunum en fyrir stuttu opinberuðu þau að þau hafa fellt saman hugi við gerð þáttanna. Danny og Kate.Vísir / Getty Images Vinir í fimmtán ár Leikkonan Kate Hudson og Danny Fujikawa kynntust fyrst þegar leikkonan var 23ja ára gömul og kasólétt af syni sínum Ryder, sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Chris Robinson. Það tók hins vegar tíma fyrir Kate og Danny að fatta að þau bæru tilfinningar til hvors annars. Kate skildi við Chris árið 2007 og deitaði síðan tónlistarmanninn Matt Bellamy í fjögur ár. Þau eignuðust soninn Bingham Bellamy saman, sem í dag er sex ára, en hættu saman árið 2014. Það var ekki fyrr en í fyrra að það rann upp fyrir Kate og Danny að þau gætu verið góð saman á rómantískan hátt. Danny bauð henni með sér í göngu en ganga breyttist óvænt í fyrsta stefnumót. Snemma á þessu ári opinberuðu þau síðan samband sitt og geislar af þeim ástin og umhyggjan fyrir hvort öðru. Selena og Justin.Vísir / Getty Images Sundur og saman Fregnir herma að tónlistarfólkið Selena Gomez og Justin Bieber séu byrjuð aftur saman. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2010 og voru sundur og saman þar til þau hættu saman fjórum árum síðar. Selena byrjaði árið 2017 á því að byrja með tónlistarmanninum The Weeknd en þau hættu saman í október. Þá byrjuðu Justin og Selena að sjást saman á ný og vona aðdáendur stjarnanna að þau nái að haldast saman til frambúðar í þetta sinn. Eins konar Ross og Rachel úr Friends nútímans. Rooney og Joaquin.Vísir / Getty Images Kynntust á setti Leikarinn Joaquin Phoenix og leikkonan Rooney Mara felldu saman hugi við gerð nýjustu kvikmyndar sinnar, Mary Magdalene, í byrjun þessa árs. Í dag búa þau saman í Hollywood-hæðum og ástin blómstrar. Christian og Lady Gaga.Vísir / Getty Images Ástin spyr ekki um aldur Söngkonan Lady Gaga trúlofaðist umboðsmanni sínum, Christian Carino fyrir stuttu. Sautján ára aldursmunur er á parinu, sem hefur sést mikið saman að undanförnu og virkar yfir sig ástfangin. Þetta er ekki í fyrsta sinn lafðin trúlofar sig. Hún kynntist leikaranum Taylor Kinney árið 2011 og í febrúar 2015 trúlofuðu sig. Ári síðar slitu þau trúlofuninni. Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Blessað barnalánið: Frægir fjölga sér árið 2017 Margar af skærustu stjörnum Íslendinga hafa verið svo lánsamar að eignast börn á árinu. 13. desember 2017 19:30 Þetta eru tíu vinsælustu myndböndin á YouTube árið 2017 YouTube hefur birt lista yfir mest "viral“ myndbönd ársins. 7. desember 2017 10:15 Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ástin hefur aldeilis blómstrað í stjörnuheimum á árinu sem er að líða og ólíklegasta fólk hefur stungið saman nefjum. Lífið ákvað að fara yfir ástarárið mikla og skyggnast inní þau sambönd sem sum hver eiga hugsanlega eftir að endast ævina á enda. Jamie og Katie.Vísir / Getty Images Héldu sambandinu leyndu í fjögur ár Eitt ólíklegasta par ársins var eflaust leikkonan Katie Holmes og leikarinn Jamie Foxx. Raunar byrjuðu þau alls ekki saman á árinu heldur hófu sína ástarvegferð saman árið 2013 og héldu sambandinu mjög leyndu þangað til í ár. Ástæðan fyrir því gæti verið sögusagnir þess efnis að Katie hafi verið bannað að deita opinberlega í fimm ár eftir að hún skildi við leikarann Tom Cruise árið 2012, en þau eiga dótturina Suri Cruise saman, ellefu ára. Jennifer og Alex.Vísir / Getty Images Flókin ástarsaga Leik- og söngkonan Jennifer Lopez byrjaði með fyrrverandi hafnaboltahetjunni Alex Rodriguez á árinu. Jennifer hefur marga fjöruna sopið í ástarmálum og gifti sig fyrst árið 1997, kúbanska þjóninum Ojani Noa. Þau skildu einu ári síðar. Því næst byrjaði hún með Sean Diddy Combs en þegar flosnaði upp úr því sambandi sneri hún sér að dansaranum Cris Judd. Þau gengu í það heilaga árið 2001 en skildu ári síðar, árið 2002. Sama ár trúlofaðist hún leikaranum Ben Affleck, eins og frægt er orðið. Þau hættu saman í janúar árið 2004. Þá var röðin komin að söngvaranum Marc Anthony. Þau giftu sig árið 2004 og eiga saman tvíburana Maximilian David og Emme Maribel, sem verða tíu ára á næsta ári. Árið 2011 skildu þau Jennifer og Marc og sama ár byrjaði Jennifer aftur með dansaranum Cris Judd. Þau enduðu samband sitt í fyrra. Saga Alex er eilítið einfaldari. Hann kvæntist sálfræðingnum Cynthiu Scurtis árið 2002 og eiga þau saman tvær dætur, Natasha Alexander, 13 ára, og Ellu Alexander, 9 ára. Cynthia sótti um skilnað í júlí árið 2008 og hélt því fram að Alex væri ekki tilfinningalega til staðar fyrir hana og börnin og að hann hafi haldið framhjá henni. Sögusagnir fóru á kreik að Alex hefði haldið framhjá með söngkonunni Madonnu en hún neitaði því alfarið. Britney og Sam saman á kappleik.Vísir / Getty Images Tónlistarmyndband leiddi þau saman Ástarlíf söngkonunnar Britney Spears hefur einnig verið mikið á milli tannanna á fólki alveg síðan hún hætti með söngvaranum Justin Timberlake árið 2002, eftir þriggja ára sambúð. Britney er tvígift, fyrst Jason Alexander í 55 klukkustundir árið 2004 og síðan Kevin Federline, en þau voru hjón á árunum 2004 til 2007. Nú hefur hún fundið ástina í örmum fyrirsætunnar Sam Asghari en þau kynntust í fyrra við tökur á tónlistarmyndbandi hennar við lagið Slumber Party. Þau opinberuðu síðan samband sitt í ár. Charlie og Natalia.Vísir / Getty Images Par í raun og veru Margir kannast við leikarann Charlie Heaton og leikkonuna Natalia Dyer, en þau leika Jonathan Byers og Nancy Wheeler í sjónvarpsþáttunum Stranger Things. Sterk tengsl myndast á milli karaktera þeirra í sjónvarpsþáttunum en fyrir stuttu opinberuðu þau að þau hafa fellt saman hugi við gerð þáttanna. Danny og Kate.Vísir / Getty Images Vinir í fimmtán ár Leikkonan Kate Hudson og Danny Fujikawa kynntust fyrst þegar leikkonan var 23ja ára gömul og kasólétt af syni sínum Ryder, sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Chris Robinson. Það tók hins vegar tíma fyrir Kate og Danny að fatta að þau bæru tilfinningar til hvors annars. Kate skildi við Chris árið 2007 og deitaði síðan tónlistarmanninn Matt Bellamy í fjögur ár. Þau eignuðust soninn Bingham Bellamy saman, sem í dag er sex ára, en hættu saman árið 2014. Það var ekki fyrr en í fyrra að það rann upp fyrir Kate og Danny að þau gætu verið góð saman á rómantískan hátt. Danny bauð henni með sér í göngu en ganga breyttist óvænt í fyrsta stefnumót. Snemma á þessu ári opinberuðu þau síðan samband sitt og geislar af þeim ástin og umhyggjan fyrir hvort öðru. Selena og Justin.Vísir / Getty Images Sundur og saman Fregnir herma að tónlistarfólkið Selena Gomez og Justin Bieber séu byrjuð aftur saman. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2010 og voru sundur og saman þar til þau hættu saman fjórum árum síðar. Selena byrjaði árið 2017 á því að byrja með tónlistarmanninum The Weeknd en þau hættu saman í október. Þá byrjuðu Justin og Selena að sjást saman á ný og vona aðdáendur stjarnanna að þau nái að haldast saman til frambúðar í þetta sinn. Eins konar Ross og Rachel úr Friends nútímans. Rooney og Joaquin.Vísir / Getty Images Kynntust á setti Leikarinn Joaquin Phoenix og leikkonan Rooney Mara felldu saman hugi við gerð nýjustu kvikmyndar sinnar, Mary Magdalene, í byrjun þessa árs. Í dag búa þau saman í Hollywood-hæðum og ástin blómstrar. Christian og Lady Gaga.Vísir / Getty Images Ástin spyr ekki um aldur Söngkonan Lady Gaga trúlofaðist umboðsmanni sínum, Christian Carino fyrir stuttu. Sautján ára aldursmunur er á parinu, sem hefur sést mikið saman að undanförnu og virkar yfir sig ástfangin. Þetta er ekki í fyrsta sinn lafðin trúlofar sig. Hún kynntist leikaranum Taylor Kinney árið 2011 og í febrúar 2015 trúlofuðu sig. Ári síðar slitu þau trúlofuninni.
Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Blessað barnalánið: Frægir fjölga sér árið 2017 Margar af skærustu stjörnum Íslendinga hafa verið svo lánsamar að eignast börn á árinu. 13. desember 2017 19:30 Þetta eru tíu vinsælustu myndböndin á YouTube árið 2017 YouTube hefur birt lista yfir mest "viral“ myndbönd ársins. 7. desember 2017 10:15 Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30
Blessað barnalánið: Frægir fjölga sér árið 2017 Margar af skærustu stjörnum Íslendinga hafa verið svo lánsamar að eignast börn á árinu. 13. desember 2017 19:30
Þetta eru tíu vinsælustu myndböndin á YouTube árið 2017 YouTube hefur birt lista yfir mest "viral“ myndbönd ársins. 7. desember 2017 10:15
Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30