Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Þórdís Valsdóttir skrifar 16. desember 2017 12:06 Mira Sorvino skaust upp á stjörnuhimininn árið 1995 þegar hún vann til verðlauna eftir leik sinn í Woody Allen myndinni Mighty Aphrodite. Hún hefur sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og telur hann hafa valdið því að ferill hennar fór út af sporinu. Vísir/getty Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Sorvino er ein af fjölmörgum konum sem sakað hafa framleiðandann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Hann segir að fulltrúar Miramax, framleiðslufyrirtæki bræðranna, hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Mira Sorvino og Ashley Judd hafa báðar sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni en Jackson segir að hann hafi haft áhuga á því að ráða þær báðar til að leika í Lord of the Rings þríleiknum sem hann leikstýrði. Upprunalega átti Miramax að framleiða þríleikinn en svo varð ekki. „Á þessum tíma hafði ég enga ástæðu til að draga í efa það sem þeir sögðu mér, en eftir á að hyggja geri ég mér grein fyrir því að líklega var þetta rógsherferð Miramax í fullum gangi,“ segir Jackson. Hann segir að í kjölfar þessara upplýsinga frá Miramax hafi nöfn þeirra beggja verið tekin út af leikaravalslista fyrirtækis hans. Sorvino brást við ummælum Jackson og tjáði sig um málið á Twitter reikningi sínum. „Ég var að sjá þetta eftir að ég vaknaði, ég brast í grát. Þarna er staðfesting um að Harvey Weinstein hafi sett feril minn út af sporinu, nokkuð sem mig grunaði en ég var óviss um. Takk Peter Jackson fyrir að vera hreinskilinn. Ég er niðurbrotin.“ Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein.Vísir/Getty Neitar ásökunum enn og aftur Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér. Hann gaf út yfilýsingu í gær þar sem hann segir að ásakanir þess efnis að hann hafi sett konurnar á svartan lista séu ekki sannar. Þar segir hann Miramax hafi ekki komið nálægt leikaravali fyrir Lord of the Rings. Hann segir einnig að Ashley Judd hafi verið valin í hlutverk í tveimur kvikmyndum á hans vegum og að Sorvino hafi alltaf komið til greina í hans kvikmyndum. Peter Jackson segir að fullyrðingar Weinstein bræðranna um leikkonurnar hafi orðið til þess að þær komu ekki til greina fyrir hlutverk í þríleiknum. Jackson hefur ekki unnið með Weinstein síðan. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Sorvino er ein af fjölmörgum konum sem sakað hafa framleiðandann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Hann segir að fulltrúar Miramax, framleiðslufyrirtæki bræðranna, hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Mira Sorvino og Ashley Judd hafa báðar sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni en Jackson segir að hann hafi haft áhuga á því að ráða þær báðar til að leika í Lord of the Rings þríleiknum sem hann leikstýrði. Upprunalega átti Miramax að framleiða þríleikinn en svo varð ekki. „Á þessum tíma hafði ég enga ástæðu til að draga í efa það sem þeir sögðu mér, en eftir á að hyggja geri ég mér grein fyrir því að líklega var þetta rógsherferð Miramax í fullum gangi,“ segir Jackson. Hann segir að í kjölfar þessara upplýsinga frá Miramax hafi nöfn þeirra beggja verið tekin út af leikaravalslista fyrirtækis hans. Sorvino brást við ummælum Jackson og tjáði sig um málið á Twitter reikningi sínum. „Ég var að sjá þetta eftir að ég vaknaði, ég brast í grát. Þarna er staðfesting um að Harvey Weinstein hafi sett feril minn út af sporinu, nokkuð sem mig grunaði en ég var óviss um. Takk Peter Jackson fyrir að vera hreinskilinn. Ég er niðurbrotin.“ Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein.Vísir/Getty Neitar ásökunum enn og aftur Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér. Hann gaf út yfilýsingu í gær þar sem hann segir að ásakanir þess efnis að hann hafi sett konurnar á svartan lista séu ekki sannar. Þar segir hann Miramax hafi ekki komið nálægt leikaravali fyrir Lord of the Rings. Hann segir einnig að Ashley Judd hafi verið valin í hlutverk í tveimur kvikmyndum á hans vegum og að Sorvino hafi alltaf komið til greina í hans kvikmyndum. Peter Jackson segir að fullyrðingar Weinstein bræðranna um leikkonurnar hafi orðið til þess að þær komu ekki til greina fyrir hlutverk í þríleiknum. Jackson hefur ekki unnið með Weinstein síðan.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58
Weinstein sakaður um að brjóta gegn lögum um mansal Leikkonan höfðar mál á hendur honum vegna atviks á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004. 27. nóvember 2017 22:39
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12