Löggæsla efld í fjárlögum en um leið skorið niður í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. desember 2017 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. vísir/anton brink Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts. Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts.
Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira