Flugið lækkað Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. desember 2017 07:00 Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda farþega og tugum ferða hefur verið aflýst. Örtröð hefur skapast hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli, þar sem örþreyttir ferðalangar hafa reynt að fá úrlausn. Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins vegna innhringinga frá farþegum. Kvörtunum hefur rignt inn á samfélagsmiðla fyrirtækisins. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri. Ferðamenn hafa eins og gefur að skilja borið sig illa undan skorti á upplýsingum. Sumir hafa talað um hreina vanrækslu. Verð hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 2 prósent í gær. Skyldi engan undra í ljósi ringulreiðar síðustu tveggja daga. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af stöðunni, eins og fram kom á Bylgjunni í gær. Hún segir óþolandi að svona verkföll eigi sér stað á nokkurra mánaða fresti. Hún benti á, að undanfarin 7 ár hefði 14 sinnum verið boðað til verkfalla, sem tengjast flugi til og frá landinu. Að meðaltali hefur því verið boðað til verkfalls á þessum 7 árum, á sex mánaða fresti. Flugvirkjar hafa frá árinu 2009 boðað til verkfalls að meðaltali á eins og hálfs árs fresti. Verkföll, eins og þetta eru ekki einkamál þeirra sem deila. Það hefur keðjuverkandi áhrif út um samfélagið. Traust glatast og orðspor lands og þjóðar bíður hnekki. Fjöldi fólks, sem ekkert hefur um deiluna að segja, bíður fjárhagslegt tjón. Ferðaþjónustan er burðarás í efnahagslífinu Árið 2015 komu hingað til lands um 1,3 milljónir ferðamanna, sem var um 30% fjölgun frá árinu áður. Í fyrra voru ferðamennirnir um 1,8 milljónir, um 40% fjölgun frá fyrra ári. Og í ár er reiknað með að ferðamennirnir verði rúmlega 2 milljónir. Aldamótaárið komu hingað um 300 þúsund ferðamenn. Talan hefur um það bil sjöfaldast frá aldamótum. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni á síðasta ári voru tæpir 500 milljarðar króna eða nálægt einum og hálfum milljarði á dag. Þá eru ónefnd alls konar óbein áhrif. Þetta snýst ekki bara um peninga heldur öryggi fólksins - samgöngur til og frá eyríki, sem er gersamlega háð því að fólk komist hnökralaust landa á milli. Ef ein stétt á rétt 20 prósenta launahækkun á einu bretti er greinilegt að Icelandair, sem greiðir launin, hefur látið reka á reiðanum - nema kröfur flugvirkja séu útúr kortinu. Hér er ekki dómur lagður á það því sjaldan liggur sökin bara hjá öðrum deiluaðilanum. En stór stökk hafa áhrif á allan launamarkaðinn og geta kallað yfir okkur kollsteypur. Tal um að umsamdar launahækkanir á almenna markaðnum á næsta ári verði 3 prósent hljóma afar óraunsæjar í þessu ljósi. Það er nauðsynlegt að tryggja hér stöðugt rekstrarumhverfi til lengri tíma. Ljóst er, að vinnustaðalíkanið, sem unnið er eftir, gengur ekki upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda farþega og tugum ferða hefur verið aflýst. Örtröð hefur skapast hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli, þar sem örþreyttir ferðalangar hafa reynt að fá úrlausn. Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins vegna innhringinga frá farþegum. Kvörtunum hefur rignt inn á samfélagsmiðla fyrirtækisins. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri. Ferðamenn hafa eins og gefur að skilja borið sig illa undan skorti á upplýsingum. Sumir hafa talað um hreina vanrækslu. Verð hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 2 prósent í gær. Skyldi engan undra í ljósi ringulreiðar síðustu tveggja daga. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af stöðunni, eins og fram kom á Bylgjunni í gær. Hún segir óþolandi að svona verkföll eigi sér stað á nokkurra mánaða fresti. Hún benti á, að undanfarin 7 ár hefði 14 sinnum verið boðað til verkfalla, sem tengjast flugi til og frá landinu. Að meðaltali hefur því verið boðað til verkfalls á þessum 7 árum, á sex mánaða fresti. Flugvirkjar hafa frá árinu 2009 boðað til verkfalls að meðaltali á eins og hálfs árs fresti. Verkföll, eins og þetta eru ekki einkamál þeirra sem deila. Það hefur keðjuverkandi áhrif út um samfélagið. Traust glatast og orðspor lands og þjóðar bíður hnekki. Fjöldi fólks, sem ekkert hefur um deiluna að segja, bíður fjárhagslegt tjón. Ferðaþjónustan er burðarás í efnahagslífinu Árið 2015 komu hingað til lands um 1,3 milljónir ferðamanna, sem var um 30% fjölgun frá árinu áður. Í fyrra voru ferðamennirnir um 1,8 milljónir, um 40% fjölgun frá fyrra ári. Og í ár er reiknað með að ferðamennirnir verði rúmlega 2 milljónir. Aldamótaárið komu hingað um 300 þúsund ferðamenn. Talan hefur um það bil sjöfaldast frá aldamótum. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni á síðasta ári voru tæpir 500 milljarðar króna eða nálægt einum og hálfum milljarði á dag. Þá eru ónefnd alls konar óbein áhrif. Þetta snýst ekki bara um peninga heldur öryggi fólksins - samgöngur til og frá eyríki, sem er gersamlega háð því að fólk komist hnökralaust landa á milli. Ef ein stétt á rétt 20 prósenta launahækkun á einu bretti er greinilegt að Icelandair, sem greiðir launin, hefur látið reka á reiðanum - nema kröfur flugvirkja séu útúr kortinu. Hér er ekki dómur lagður á það því sjaldan liggur sökin bara hjá öðrum deiluaðilanum. En stór stökk hafa áhrif á allan launamarkaðinn og geta kallað yfir okkur kollsteypur. Tal um að umsamdar launahækkanir á almenna markaðnum á næsta ári verði 3 prósent hljóma afar óraunsæjar í þessu ljósi. Það er nauðsynlegt að tryggja hér stöðugt rekstrarumhverfi til lengri tíma. Ljóst er, að vinnustaðalíkanið, sem unnið er eftir, gengur ekki upp.