Petersen hættir við að gefa kost á sér sem alríkisdómari Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2017 08:43 Matthew Petersen hefur starfað sem einn af fulltrúum Repúblikana í alríkiskjörstjórn landsins. Vísir/Getty Bandaríski lögmaðurinn Matthew Petersen hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér til að gegna embætti alríkisdómara. Þetta gerir hann eftir að slæleg og vandræðaleg svör hans við spurningum þingnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings vöktu mikla athygli og fóru í mikla dreifingu á netinu. „Það hefur orðið mér ljóst á síðustu dögum að tilnefning mín hefur truflandi áhrif [á skipun dómara],“ sagði Petersen í yfirlýsingu sinni. Trump hefur þegar samþykkt beiðni lögmannsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt Petersen sem nýjan alríkisdómara í District of Columbia, en hann hefur starfað sem einn af fulltrúum Repúblikana í alríkiskjörstjórn landsins. Donald Trump hefur tilnefnt fjölda manna í tóm dómarasæti í Bandaríkjunum og við lok hans fyrsta kjörtímabils gæti hann hafa tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara landsins. Langflestir þeirra sem Trump hefur tilnefnt hingað til eru hvítir karlar og eru margir þeirra umdeildir. Þá hafa nokkrir verið taldir óhæfir í störf dómara af lögmannasamtökum Bandaríkjanna.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 fram í tímann“ Petersen átti í miklum vandræðum með að svara spurningum öldungadeildarþingmanns Repúblikana, John Kennedy, þar sem í ljós kom að hann hafði svo gott sem enga reynslu af dómarastörfum eða starfsháttum dómstóla, auk þess að hann gat ómögulega svarað spurningum um lögfræði.Sjá má myndband af svörum Petersen að neðan. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Matthew Petersen hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér til að gegna embætti alríkisdómara. Þetta gerir hann eftir að slæleg og vandræðaleg svör hans við spurningum þingnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings vöktu mikla athygli og fóru í mikla dreifingu á netinu. „Það hefur orðið mér ljóst á síðustu dögum að tilnefning mín hefur truflandi áhrif [á skipun dómara],“ sagði Petersen í yfirlýsingu sinni. Trump hefur þegar samþykkt beiðni lögmannsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt Petersen sem nýjan alríkisdómara í District of Columbia, en hann hefur starfað sem einn af fulltrúum Repúblikana í alríkiskjörstjórn landsins. Donald Trump hefur tilnefnt fjölda manna í tóm dómarasæti í Bandaríkjunum og við lok hans fyrsta kjörtímabils gæti hann hafa tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara landsins. Langflestir þeirra sem Trump hefur tilnefnt hingað til eru hvítir karlar og eru margir þeirra umdeildir. Þá hafa nokkrir verið taldir óhæfir í störf dómara af lögmannasamtökum Bandaríkjanna.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 fram í tímann“ Petersen átti í miklum vandræðum með að svara spurningum öldungadeildarþingmanns Repúblikana, John Kennedy, þar sem í ljós kom að hann hafði svo gott sem enga reynslu af dómarastörfum eða starfsháttum dómstóla, auk þess að hann gat ómögulega svarað spurningum um lögfræði.Sjá má myndband af svörum Petersen að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira