Hera Björk og Birkir tennisfólk ársins 2017 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 20:45 Hera Björk og Birkir áttu gott ár. mynd/tsí Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar. Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar.
Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira