Hera Björk og Birkir tennisfólk ársins 2017 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 20:45 Hera Björk og Birkir áttu gott ár. mynd/tsí Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar. Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar.
Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira