Lögregla og mótmælendur tókust á við fund þýsks öfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2017 08:18 Mótmælendurnir héldu meðal annars á borðum með slagorðum gegn þjóðernishyggju. Vísir/AFP Tíu mótmælendur voru handteknir og nokkrir slösuðust í átökum við lögreglu fyrir utan þing Valkosts fyrir Þýskalands, öfgahægriflokks sem vann sæti á þýska þinginu í fyrsta skipti í haust, í Hannover í gær. Innandyra kusu flokksmenn sér nýja forystu. Fimm mótmæli voru skipulögð fyrir utan fundarstað Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Ætluðu mótmælendurnir að reyna að slá herkví utan um fundarstaðinn. Lögreglumenn notuðu vatnsþrýstibyssur, kylfur og piparúða til að greiða leið flokksmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD hlaut 12,6% atkvæða í þingkosningunum í september. Útlit er fyrir að hann verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi nú þegar Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel kanslara ræðir um samstarfs við sósíaldemókrata. Alexander Gauland og Jörg Meuthen voru kjörnir forystumenn flokksins en þeim er báðum lýst sem harðlínumönnum. Gauland hét því meðal annars að stöðva „innrás útlendinga“ inn í Þýskaland á fundinum. AfD hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarin misseri. Í upphafi var flokkurinn stofnaður til höfuðs evrunni en í seinni tíð eru stefnumál hans andstaða gegn innflytjendum og andúð á múslimum. Það er sagt hafa valdið átökum innan flokksins. Frauke Petry, sem hafði verið þekktasti leiðtogi flokksins, tilkynnti um brotthvarf sitt örfáum dögum eftir kosningarnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00 Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tíu mótmælendur voru handteknir og nokkrir slösuðust í átökum við lögreglu fyrir utan þing Valkosts fyrir Þýskalands, öfgahægriflokks sem vann sæti á þýska þinginu í fyrsta skipti í haust, í Hannover í gær. Innandyra kusu flokksmenn sér nýja forystu. Fimm mótmæli voru skipulögð fyrir utan fundarstað Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Ætluðu mótmælendurnir að reyna að slá herkví utan um fundarstaðinn. Lögreglumenn notuðu vatnsþrýstibyssur, kylfur og piparúða til að greiða leið flokksmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD hlaut 12,6% atkvæða í þingkosningunum í september. Útlit er fyrir að hann verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi nú þegar Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel kanslara ræðir um samstarfs við sósíaldemókrata. Alexander Gauland og Jörg Meuthen voru kjörnir forystumenn flokksins en þeim er báðum lýst sem harðlínumönnum. Gauland hét því meðal annars að stöðva „innrás útlendinga“ inn í Þýskaland á fundinum. AfD hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarin misseri. Í upphafi var flokkurinn stofnaður til höfuðs evrunni en í seinni tíð eru stefnumál hans andstaða gegn innflytjendum og andúð á múslimum. Það er sagt hafa valdið átökum innan flokksins. Frauke Petry, sem hafði verið þekktasti leiðtogi flokksins, tilkynnti um brotthvarf sitt örfáum dögum eftir kosningarnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00 Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00
Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13