Lögregla og mótmælendur tókust á við fund þýsks öfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2017 08:18 Mótmælendurnir héldu meðal annars á borðum með slagorðum gegn þjóðernishyggju. Vísir/AFP Tíu mótmælendur voru handteknir og nokkrir slösuðust í átökum við lögreglu fyrir utan þing Valkosts fyrir Þýskalands, öfgahægriflokks sem vann sæti á þýska þinginu í fyrsta skipti í haust, í Hannover í gær. Innandyra kusu flokksmenn sér nýja forystu. Fimm mótmæli voru skipulögð fyrir utan fundarstað Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Ætluðu mótmælendurnir að reyna að slá herkví utan um fundarstaðinn. Lögreglumenn notuðu vatnsþrýstibyssur, kylfur og piparúða til að greiða leið flokksmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD hlaut 12,6% atkvæða í þingkosningunum í september. Útlit er fyrir að hann verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi nú þegar Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel kanslara ræðir um samstarfs við sósíaldemókrata. Alexander Gauland og Jörg Meuthen voru kjörnir forystumenn flokksins en þeim er báðum lýst sem harðlínumönnum. Gauland hét því meðal annars að stöðva „innrás útlendinga“ inn í Þýskaland á fundinum. AfD hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarin misseri. Í upphafi var flokkurinn stofnaður til höfuðs evrunni en í seinni tíð eru stefnumál hans andstaða gegn innflytjendum og andúð á múslimum. Það er sagt hafa valdið átökum innan flokksins. Frauke Petry, sem hafði verið þekktasti leiðtogi flokksins, tilkynnti um brotthvarf sitt örfáum dögum eftir kosningarnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00 Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Tíu mótmælendur voru handteknir og nokkrir slösuðust í átökum við lögreglu fyrir utan þing Valkosts fyrir Þýskalands, öfgahægriflokks sem vann sæti á þýska þinginu í fyrsta skipti í haust, í Hannover í gær. Innandyra kusu flokksmenn sér nýja forystu. Fimm mótmæli voru skipulögð fyrir utan fundarstað Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Ætluðu mótmælendurnir að reyna að slá herkví utan um fundarstaðinn. Lögreglumenn notuðu vatnsþrýstibyssur, kylfur og piparúða til að greiða leið flokksmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD hlaut 12,6% atkvæða í þingkosningunum í september. Útlit er fyrir að hann verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi nú þegar Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel kanslara ræðir um samstarfs við sósíaldemókrata. Alexander Gauland og Jörg Meuthen voru kjörnir forystumenn flokksins en þeim er báðum lýst sem harðlínumönnum. Gauland hét því meðal annars að stöðva „innrás útlendinga“ inn í Þýskaland á fundinum. AfD hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarin misseri. Í upphafi var flokkurinn stofnaður til höfuðs evrunni en í seinni tíð eru stefnumál hans andstaða gegn innflytjendum og andúð á múslimum. Það er sagt hafa valdið átökum innan flokksins. Frauke Petry, sem hafði verið þekktasti leiðtogi flokksins, tilkynnti um brotthvarf sitt örfáum dögum eftir kosningarnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00 Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00
Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13