Aníta og Elínborg meðal „bestu flugfreyja heims“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2017 10:31 Vél WOW air. vísir/vilhelm Flugfreyjur WOW air, þær Aníta Brá Ingvadóttir og Elínborg Jensdóttir, eru á lista breska blaðsins Independent yfir „bestu flugfreyjur heimsins“. Blaðið fékk fjölmörg flugfélög til þess að deila sögum af afbragðsþjónustu af hálfu flugliða í háloftunum. Undir yfirskriftinni „Hittið níu af bestu flugfreyjum heimsins,“ fjallar blaðið um þessar sögur en í umfjöllun blaðsins segir að þar sem yfirleitt séu sagðar fréttir af því sem fer úrskeiðis í háloftunum sé kominn tími til þess að draga fram það sem vel er gert. Sagan sem WOW Air deildi með blaðinu segir frá flugfreyjunum Anítu Brá og Elínborgu sem gerðu sitt til þess að tryggja það að eldri hjón frá Bandaríkjunum myndu ekki missa af skemmtisiglingu sem þau voru á leiðinni í. Flugu hjónin með WOW Air frá Keflavík til Amsterdam, þaðan sem skemmtisiglingin átti að hefjast. Hins vegar varð seinkun á fluginu og höfðu hjónin áhyggjur af því að þau myndi missa af skipinu. Elínborg og Aníta Brá dóu þó ekki ráðalausar, þær hringdu einfaldlega í skipstjóra skipsins úr flugvélinni og spurðu hvort að mögulegt væri að bíða eftir hjónunum. „Það þarf að hrósa þeim fyrir þjónustuna,“ skrifuðu hjónin síðar í bréfi til flugfélagsins. „Skipstjórinn beið eftir okkur og bílstjóri beið okkar fyrir utan flugstöðina.“ Komust hjónin því í tæka tíð um borð og tóku þau fram í bréfinu að skemmtisiglingin hefði verið yndisleg.Lesa má fleiri sögur úr háloftunum í frétt Independent hér. Fréttir af flugi Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Flugfreyjur WOW air, þær Aníta Brá Ingvadóttir og Elínborg Jensdóttir, eru á lista breska blaðsins Independent yfir „bestu flugfreyjur heimsins“. Blaðið fékk fjölmörg flugfélög til þess að deila sögum af afbragðsþjónustu af hálfu flugliða í háloftunum. Undir yfirskriftinni „Hittið níu af bestu flugfreyjum heimsins,“ fjallar blaðið um þessar sögur en í umfjöllun blaðsins segir að þar sem yfirleitt séu sagðar fréttir af því sem fer úrskeiðis í háloftunum sé kominn tími til þess að draga fram það sem vel er gert. Sagan sem WOW Air deildi með blaðinu segir frá flugfreyjunum Anítu Brá og Elínborgu sem gerðu sitt til þess að tryggja það að eldri hjón frá Bandaríkjunum myndu ekki missa af skemmtisiglingu sem þau voru á leiðinni í. Flugu hjónin með WOW Air frá Keflavík til Amsterdam, þaðan sem skemmtisiglingin átti að hefjast. Hins vegar varð seinkun á fluginu og höfðu hjónin áhyggjur af því að þau myndi missa af skipinu. Elínborg og Aníta Brá dóu þó ekki ráðalausar, þær hringdu einfaldlega í skipstjóra skipsins úr flugvélinni og spurðu hvort að mögulegt væri að bíða eftir hjónunum. „Það þarf að hrósa þeim fyrir þjónustuna,“ skrifuðu hjónin síðar í bréfi til flugfélagsins. „Skipstjórinn beið eftir okkur og bílstjóri beið okkar fyrir utan flugstöðina.“ Komust hjónin því í tæka tíð um borð og tóku þau fram í bréfinu að skemmtisiglingin hefði verið yndisleg.Lesa má fleiri sögur úr háloftunum í frétt Independent hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira