Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2017 06:00 "Jerúsalem er höfuðborg Palestínu,“ sagði á borða þessara Palestínumanna sem mótmæltu áformum Bandaríkjaforseta í gær. Þeir brenndu jafnframt ísraelska fánann og mynd af Trump forseta. vísir/afp Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira